Spurs vinnur annan leikinn San Antonio vann annan leikinn á móti L.A. Lakers 88-85 og er staðan núna jöfn 1-1. Lakers spiluðu mjög illa í leiknum eins og reyndar í fyrri leiknum en núna sigruðu Spurs. Lakers voru undir allan tíman, spiluðu mun verr í fyrri hálfleik, en voru betri í þeim síðari en það dugi bara ekki til. Þegar 28 sekúndur voru eftir þá stal Shaq boltanum af Duncan og gefur á Kobe sem ætlar að fara uppí skot en hættir við og ætlar að gefa á Derek Fisher, en sér að hann er ekki opinn og “gefur” eiginlega á sjálfan sig og fær dæmt á sig tvígrip. Duncan fékk svo 2 víti þegar einhver sekúndubrot voru eftir og skoraði úr örðu þeirra. Duncan var stigahæstur með 27 stig og 17 fráköst. En Kobe var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig og Shaq með 19.
Liðin mætast í 3. skipti á föstudaginn.