Boston vann 5 leikinn á móti Sixers 120-87, og slógu þar með út Austurstandarmeistarana frá því í fyrra, er það að þakka að mestu Paul Pierce sem skoraði 46 stig, og þar af 29 í fyrri hálfleik. Pierce skoraði 8 þriggja stiga körfur í 10 skotum. Leikurinn var frekar jafn allan tímann þó svo að Boston hefði alltaf yfirhöndina, en í síðasta leikhlutanum skorðu þeir 43 stig á móti 20 stigum frá Sixers, og gerðu endanlega útum leikinn. Boston skoraði 17 þriggja stigakörfur í leiknum og þar af 7 í síðasta leikhlutanum. Allan Iverson var stigahæstur hjá Sixers með 31 stig.

Boston mætir Detroit Pistons í næstu umferð.