Lakers og Dallas áfram Los Angeles Lakers unnu í gærkvöldi 3 leikinn gegn Portland Trail Blazers og eru komnir í 8 liða úrslit vesturdeildarinnar, ásamt Dallas Mavericks sem slógu út Minnesota Timberwolves 3-0, einnig í gærkvöldi.
Það var gríðarleg spenna hjá Lakers og Portland og var leikurinn jafn allan leikinn, Lakers höfðu reyndar yfir í hálfleik 50-41, en misstu þann mun strax niður í byrjun seinni hálfleiks, og var staðan 67-67 eftir 3. leikhluta. Þegar 17. sekúndur voru eftir leiddi Portland með 4 stigum 90-86, og voru nánast búir að vinna. En Kobe Bryant skoraði 3 stigakörfu og minkaði muninn í 1 stig. Þá fengu Portland víti og hittu bara úr öðru þeirra. Kobe Bryant fór þá upp völlinn og 10 sek eftir, hann brýst í gegn en sendir svo á Robert Horry sem var frír útí horni og skoraði þriggja stigakörfu þegar 2,1 sek. var eftir. Eftir leikhlé sem var tekið, ætlaði Pippern að senda boltan á Rashead Wallace en sendi boltann allt of hátt og Horry náði honum, og fékk þá reyndar tvo víti sem hann hitti ekki úr og leikurinn var búinn. Lakers vann hrinuna 3-0 og eru komnir áfram. Stigahæstir í Lakers voru Kobe Bryant með 25 stig, Shaq með 21, Rick Fox með 16. Hjá Portland voru Rasheed Wallace með 20 stig, Bonzi Wells með 19 og Pippen með 18. Lakers mætir annað hvort Spurs eða Sonics í næstu umferð.

Dallas vann nokkuð örugglega leikinn á móti Minnesota, 115-102 og munaði þar mestu um Dirk Nowitzki, Þjóðverjann sterka hjá Dallas en hann skoraði 39 stig og tók 17 fráköst, Michael Finley kom næstur með 30 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett með 22 stig, og Anthony Peeler og Wally Szczerbiak voru báðir með 20 stig. Dallas vann því hrinuna 3-0 og eru komnir áfram. Dallas mætir annað hvort Kings eða Jazz í næstu umferð.