Mig langaði nú bara að deila með ykkur reynslu minni. Ég fór til New York í nóvember og fór á 2 NBA leiki, New Jersey- New York og New Jersey- Philadelphia. Að fara á svona leiki er hreinasta snilld, maður upplifir stemmninguna allt öðruvísi og að sjá þessa menn með berum augum. Fyrri leikurinn var mjög góður en mínir menn (Knicks) töpuðu frekar stórt, seinni leikurinn var líka mjög góður en þar töpuðu Nets með 12 stigum. Lið Nets er að spila svo ótrúlega skemmtilegan körfubolta þar sem Jason Kidd fer fremstur í flokki og keyrir hraðaupphlaupin af krafti sem enda oftar en ekki með viðstöðulausri troðslu frá Kenyon Martin. Ég hvet alla sem ekki hafa farið út að sjá leik að drífa sig við fyrsta tækifæri, eitt er víst ég ætla aftur út næsta haust.