Persónulega finnst mér þetta áhugamál vera að deyja út. Fyrir ekki svo löngu síðan var mikið að ske og einu sinni var mjög mikið að ske. Núna er að koma fáeinar greinar inn af nokkrum hugurum. Það versta er að það skuli vera í svona mikilli lægð einmitt þegar Playoffið er að byrja. Vonandi munu nokkrir geta sent inn greinar en allavega ætla ég að gera það, og vonandi munu þær koma fljótt inn.

Annarsvegar er bara að streyma inn kannanir og stundum korkar sem mjög fáir eru að lesa.
Kannski getum við kennt því hve tómt það er á þessu áhugamáli miðað við önnur. Engir tenglar, engir atburðir eða einhverskonar kubbar. Til að rífa þetta áhugamál upp þurfum við að senda inn greinar, og þær þurfa þá að fara fljótt í gegnum admin. Vonandi mun hann gefa sér meiri tíma til að koma þeim í gegn. Svo er hérna lítill listi yfir það sem er hægt að gera:

1. Senda inn greinar!! (T.d. uppáhaldsleikmaður, uppáhaldslið, hver er bestur, skemmtilegasti leikmaður, leikmaður vikunnar, spár um lið- bara eitthvað.)
2. Taka þátt í umræðum!! (Segja sínar skoðanir)
3. Senda inn korka!! (T.d. tenglar á áhugaverðar síður þar sem við höfum ekki tengla kubb)

Nú ef þið viljið gera eitthverjar róttækar breytingar þá mæli ég með að þið sækið um að verða admin hjá vefstjóra (vefstjori@hugi.is) þó að hann svari ekki alltaf.

Go New Jersey Nets!
<B>Azure The Fat Monkey</B>