Jæja. Þá ætla ég að taka fyrir hvað er að gerast í miðausturriðlinum.

Detroit Pistons: 39-27
Þeir hafa komið á óvart í vetur og eru í öðru sæti austurdeildarinnar. Lykilinn að þeir vinni leiki er að Jerry Stackhouse spili vel. Auk hans kemur Cliff Robinson með mikla reynslu og hefur verið að spila vel. Þó ekki megi vanmeta þá, sé ég þá ekki komast mjög langt í úrslitakeppninni.

Milwaukee Bucks: 36-30
Þetta lið hefur mikið af mjög sterkum leikmönnum en hefur ekki alveg verið að spila eins vel og í fyrra og er sem stendur í 5 sæti austurdeildar. Lykilmenn eru Ray Allen, Glenn Robinson og Sam Cassel. Það er alveg ljóst að ef allt smellur saman hjá þeim í úrslitakeppninni þá hafa þeir alveg mannskap í það að ná langt.

Charlotte Hornets: 34-33
Þegar maður heyrir fréttir af Hornets í dag er það helst um það hvort þeir séu að flytja til New Orleans, sem er reyndar mjög líklegt að gerist.Lykilmenn hjá þeim eru Jamal Mashburn og Baron Davis. Þótt ekki hafi gengið alltof vel má ekki vanmeta þetta lið í úrslitakeppninni, eins og mínir menn í Heat komust að í fyrra!

Indiana Pacers: 34-33
Indiana eru jafnir Hornets í 7-8 sæti austurdeildar. Þetta er gott lið með mikið af góðum skotmönnum, og það má aldrei gefa Reggie Miller færi á að skjóta sig í stuð, þá er fjandinn laus. Lykilmenn eru Miller og Jermaine O´Neal. Þetta lið á ekki að komast langt, en maður veit aldrei, fer eftir því hvernig Miller hittir.

Toronto Raptors: 30-38
Það er ótrulegt hvað hefur gerst með þetta lið. Þeir komust í undanúrslit austurdeildar í fyrra, og fengu síðan Hakeem Olajuwon til liðs við sig í sumar auk þess að þeir héldu Antonio Davis og fleirum, sem voru samninglausir. Það var búist við miklu af þeim á þessu tímabili, en þeir hafa einfaldlega leikið illa og töpuðu á tímabili 14 leikjum í röð. Þeir hafa mjög sterkan mannskap á pappírnum en lítið hefur gengið. Lykilmenn eru Vince Carter og Antonio Davis.

Atlanta Hawks: 26-40
Þetta lið hefur verið að gera mjög lítið undanfarinn ár. Þeir fengu mjög sterkan mann í sumar þegar Shareef Abdur-Rahim kom en samt vantar upp á að gera þetta að alvöru liði. Lykilmenn eru Abfur-Rahim, Jason Terry og Toni Kukoc.

Cleveland Cavaliers: 25-43
Það er lítið hægt að segja um þetta lið. Þetta er svona miðlungslið sem er berjast við botn austurdeildar. Lykilmenn eru Lamond Murray og Andre Miller. Þeim vantar svona 2 sterka menn til að það geti farið að blanda sér í baráttuna af alvöru.

Chicago Bulls: 17-51
Þetta fyrrum vinsælasta körfuboltalið heims, hefur ekki verið að gera neitt undanfarinn ár, eftir að Superman, Batman og Rodman fóru frá þeim auk fleiri leikmanna. Þeir fengu að vísu tvo sterka menn um daginn þegar Jalen Rose og Travis Best komu frá Indiana og þeir eru með nokkra unga og efnilega leikmenn, og ef þessum ungu mönnum tekst að verða að einhverju þá á þetta lið ágætis möguleika eftir nokkur ár.Lykilmaður er Jalen Rose og gaman verður að fylgjast með Tyson Chandler og Eddy Curry, hvort þeim tekst að verða eitthvað.
“If you stole a pen from a bank then would it still be considered a bank robbery”?