Já Lakers er NBA meistara 2009 eftir 4-1 sigur á móti Orlando í úrslitum.

Leikur 1 var aldrei spennandi og Lakers unnu hann örugglega.
Leikur 2 var hörkuleikur og fengu Orlando tækifæri að klára hann í venjulegum leiktíma þegar Lee fékk góð tækifæri til þess að vinna leikinn með sniðskoti. Leikinn þurfti að framlengja og þar var Lakers sterkari

Leikur 3 var spennandi en Orlando hafði hann undir lokinn
Leikur 4 var rosalegur.
Orlando(Howard) áttu tvö vítaskot þegar 11 sek voru eftir og þeir að vinna 87-84. Þeir klúðra báðum og Fisher nær að jafna fyrir Lakers með þrist þegar 4 sek eru eftir.
Eitt sem ég munn aldrei skilja í þessu er afhverju Orlando braut ekki á lakers og afvherju Nelson bakkaði inni í teig þegar hann var að verjast Fisher.
Lakers vann svo sigur og voru því komnir í góða stöðu.

Leikur 5 Orlando byrjuðu vel en 16-0 sprettur hjá Lakers í 2.leikhluta gerði nánast út um leikinn.

Kobe Bryant var valinn besti leikmaður lokaúrslitana en hann var með yfir 30 stig og 7 stoðsendingar og var stórkostlegur í þessari úrslitakeppni.

Lakers var án efa besta liðið í deildini og áttu þetta skilið
Kobe er án nokkur vafa besti leikmaður deildarinar. Lebron á einfaldlega eftir að læra nokkra hluti áður en hann tekur við keflinu(það kemur að því).

Næst á dagskrá er svo Nýliðavalið 25.júní(mjög lélegt í ár) og nú fara leikmenn að skipta á milli liða.
Helstu sögusagnir snúast mest um Cleveland þar sem talað er um að Shaq eða V.Carter séu að fara þangað.

Allir sem fylgjast með NBA eru samt að bíða eftir sumrinu 2010 þar sem nokkur rosaleg nöfn verða á lausu(Lebron,Wadde og Bosh til þess að nefna nokkra góða)
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt