East

Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons. 1-0
Fyrir mér er þetta auðvelt 4-0 fyrir Cavaliers, Pistons eru búnir að vera ömurlegir allt tímabilið. Sást hvað þetta var auðvelt í fyrsta leik

Orlando Magic - Philadelphia 76ers. 0-0
Iguadala gæti alveg strítt þeim en þeir vinna aldrei einvígið. Ég segi 4-1 eða 4-2 fyrir Magic

Boston Celtics - Chicago Bulls. 0-1
Celtics eru Garnett lausir og fara því ekki langt. En ég held að þeir yfirstígi Bulls og vinni 4-2 4-3 þrátt fyrir stórleik Rose á heimavelli Boston

Atlanta Hawks - Miami Heat. 0-0
Lið með Wade getur gert allt, en hann er að mínu mati betri en James en nóg með það. Serían endar 4-3 fyrir öðru hvoru liðinu. Jermaine O'Neal og Josh Smith eiga stórskemmtilega baraáttu.

West

Los Angeles Lakers - Utah Jazz. 0-0
Jazz eru góðir en Lakers eru 2 styrkleikum of mikið sérstaklega á heimavelli. 4-2 fer þetta, Utah vinnur sína leiki á heimavelli en Lakers tekur þetta

Denver Nuggets - New Orleans Hornets. 0-0
Nuggets eru búnir að vera með skemmtilegasta lið deildarinnar í ár og hefur J.R. Smith og Carmelo Anthony verið óstöðvandi, sérstaklega seinni partinn. Birdman og Nene hafa líka verið góðir og má ekki gleyma gamla góða Billups. Þetta lið fer langt. 4-0 4-1 fyrir Nuggets

San Antonio Spurs - Dallas Mavericks 0-1
Spurs eru án Ginobili og hafa enga sókn þegar hann er ekki. Parker er eins og hann sé einmanna. Roger Mason er of ungur og óreyndur og TimTim er búinn að vera slappur í síðustu leikjum þrátt fyrir gott tímabil overall. Fer bara eftir hvernig Dallas spilar 4-3 fyrir öðru hvoru liðinu.

Portland Trailblazers - Houston Rockets. 0-1
Houston vann sinn leik og er Yao Ming að spila ótrúlega vel 100% nýting með 9-9 from the field í nótt. Houston vinnur þetta einvígi vegna varnarvinnu þeirra. Lið með Artest, Battier og Yao er bara einum of mikið fyrir Blazers menn. 4-2 fyrir Rockets


Jæja endilega tjáið ykku
Newcastle United!!!!!!