Nú fer NBA deildinn að klárast og línurnar farnar að skírast(ekki alveg 100% hverjir keppa við hverja í úrslitakeppnini en alveg öruggt hverjir komas í hana).

Ég ætla aðeins að fjalla snöggt um liðið sem eru kominn áfram og hverjar eru líkurnar á því að þau vinni titilinn.

Vesturdeild

Lakers
Hafa eiginlega verið að safna kröftum allt tímabilið því að þeir vilja titil og ekkert annað. Bynum meiddist aftur, bekkurinn er búinn að spila illa en það skiptir engu máli þegar liðið er með Kobe Bryant. Liðið er með langbesta árangurinn í vesturdeild og er Bynum kominn aftur, Odom farinn að hjálpa bekknum og Gasol að spila eins og stórstjarna og því er þetta lið til alls líklegt(ég spái því að þeir vinni vesturdeildina).

Denver
Vá ótrúlegt. Þeir léttu Campy fara í upphafi tímabils og voru þeir eitt lélegasta varnarliðið í fyrra og losuðu sig við einn besta varnamann deildarinar. Þetta var uppskrift á stórslis en neibb. Þeir losuðu sig við eitt stykki Iverson og fengu reynsluboltan Billups heim og viti menn liðið fór að spila frábærlega. Ég tel samt að þeir geti ekki farið alla leið.(spái þeim undanúrslitum vesturstandar)

Spurs
En eitt árið átti að eiga fínt tímabil og svo setja allt á fullt í úrslitakeppnini en því miður fyrir þá, þá hefur liðið lent í miklu meiðslum hjá lykilmönum og aldurinn farinn að sjást hjá of mörgum liðsmönum liðsins(Finley, Bowen og Duncan aðeins farnir að riðga). Nú er Ginobili ekki meira með sökum meiðsla, Hnén hjá Duncan orðinn dálítið slöpp og því er Parker eiginlega eini á fullu gasi og það er ekki nóg.(spái að þeir dettir stax úr(ef þeir fá Hornest)).

Houston
Fáranlegt lið átti að keppa um titilinn með Ming,Tracy Mac og Artes. Viti menn Tracy meiddist(ekki í fyrsta skipti), Artes er ekki að spila nógu vel en samt er liðið að ná að vinna fullt af leikjum. Ég spái samt að þeir dettir strax út þrátt fyrir góðan árangur í deildini.

Portland
Ég er mjög spenntur fyrir þessu liðið. Liðið er ungt og gott og trúi ég því að þeir eigi eftir að stríða gömlu jöxlunum í vesturströndini. Brandon Roy er rosalegur leikmaður og á ég von á að þeir komast í undanúrslitt og láti liðið sem vinnur þá(líklega Lakers) hafa fyrir hlutunum).

Hornets
Chris Paul er besti leikstjórnandi deildarinar og er hann að spila mjög vel. Liðið hefur samt ekki verið að spila eins vel og í fyrra en þetta er lið sem enginn vill mætta í úrslitakeppnini. (Ef þeir ná að halda 6.sæti og keppa við Spurs þá spái ég þeim í úrslitum í vesturdeildini).

Dallas
hafa verið sjóðheitir að undanförnu og Dirk sjaldan spilað betur(svipaður og 2006 þegar hann vann MVP). Þeir eru samt ekki að fara gera neitt af viti , því þeir spila ekki góðan vörn(detta strax út)

Utah
Þeir eru í 8.sæti eins og er en eru samt stórhættulegt lið. Liðinn hans Jerry sloan eru alltaf vel skipulögð og hörð af sér og hentar hægari leikur úrslitakeppninar liðinu vel. D.Williams(næst besti leikstórnandi deildarinar), Okur og Boozer eru hörkuleikmenn og tel ég að þeir eigi eftir að stríða Lakers verulega en bíða samt lægri hlut(ef þeir ná 7.sæti og keppa við Denver, þá gætu þeir sláð þá út).
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt