Evrópukörfubolti Hvernig væri nú að fá að sjá aðeins af leikjum úr Meistaradeild Evrópu í sjónvarpinu?

Þar eru lið að spila á borð við Barcelona(Spánn) þaðan kemur Pau Gasol sem er að gera það gott í NBA með Memphis með ein 17 stig á leik, Kinder Bologna(Ítalía) þeir urðu einmitt meistarar í fyrra, Real Madrid(Spánn), Olympiakos(Grikkland) og miklu fleiri.

Ég sat á hótelherberginu mínu á Spáni í sumar og var að horfa á sjónvarpið og sá þar leik í spænska boltanum og ég dáðist af því hversu góðan körfubota þessi lið spila. Þeir minntu mig helst á bandaríska háskólaboltann allavegana var þessi ekkert síðri.

Svona fyrir minn smekk þá finnst mér mun skemmtilegra að horfa á alvöru körfubolta svo sem NCAA(háskólaboltinn) og evrópskan körfubolta heldur en “showtime” körfuboltan sem spilaður er í NBA og finnst mér að sýn eða aðrar stöðvar mættu sína okkur smá körfubota frá Evrópu

Allt um meistara deildina má finna á http://www.euroleague.net/

Kveðja Svenni