Fyrsta sem ég vill að þið gerið núna er að reyna að vera hlutlausir lesendur, ekki ákveða fyrir fram að Jordan er bestur eða Kobe er betri.

Ég trú því að flestir myndu segja að Jordan væri betri og er margt til í því en það er líka margt á móti.
Jordan var að spila á því skeiði þar sem NBA var vinsælast og hann var besti leikmaður þess tíma, það þíðir að hann fékk þvílíka athygli fjölmiðla og maður sá hann hvar sem er(Bíó,blöðum,sjónvarpi og tölvuni).

Jordan var frábær leikmaður og sigurvegari. Hann var frábær varnamaður og frábær skorari. Hann van 6 NBA titla og er án efa einn af frægustu íþróttamönum allra tíma(Ali,Jordan, Maradona og Pele).

Kobe er frábær leikmaður og sigurvegari. Hann er frábær varnamaður og frábær skorari. Hann hefur unnið 3 NBA titla og er einn af frægust íþróttamönunum í heiminum í dag.

Þegar Jordan spilaði þá var ekki leyfð svæðisvörn en hún gerir varnamönum oft kleyft að tvöfalta eða þrefalta á leikmenn án þess að hann sé með boltan. http://www.youtube.com/watch?v=4kYBeNQdSCc

En aftur á móti þá var leyf meiri harka í 1 á 1 og hjálpar það Kobe en þess má geta að hann er nánast aldrei 1 á 1.

Kobe á möguleika á að vinna fleiri titla á ferlinum en hann leydi lakers til úrslita í fyrra sem verður að teljast ótrúlegur árangur(liðið var með Gasol sem er góður og svo Odom sem er jójó kall en lítið annað).
Jordan hafði Pippen sem var valinn einn af 50 bestu leikmönum sögunar, hann hafði líka Rodman(96-98) eða Grant(91-93) til að hjálpa sér að spila vörn og hirða fráköst(ásamt fullt af öðrum frambærulegum leikmönum, Kerr,Paxon, Harper).

Kobe hefur sýnt það að hann getur unnið leiki uppá eiginspýtur líkt og Jordan. Það sem Jordan og Kobe eiga líka sameiginlegt er að báðir gera allt til að sigra og láta liðsmenn sýna aldrei slaka á. (Það sem var mesti ágreiningur SHAQ og Kobe var að Kobe fannst það ekki sanjgart að hann æfði eins og skepna á meðan SHAQ var oft að slaka á).

Jordan er goðsögn og ég tel að þegar Kobe hættir þá munn hann vera goðsögn líka.

p.s ég er NBA fíkill og hef fylgst með NBA síðan 1991 af krafti en uppáhalds tímabilið mitt er 1980-1989 þar hef ég keypt fullt af DVD og gömlum spólum og hef ég því séð Jordan spila mikið á því tímabili.

Hvor finnst ykkur betri?
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt