Endurkoma Michael Jordan til Chicago .... Endurkoma Michael Jordans til Chicago borgar var allt annað en glæsileg. Það byrjaði allt saman á því að áhorfendur fögnuðu honum í þrjár mínútur og allt var brjálað. Jordan átti alls ekki góðan leik en þó betri en Chicago liðið sem hitti aðeins úr 16,7 % skota sinna í fyrri hálfleik sem er nýtt met fyrir lélegustu hittni í fyrri hálfleik, sem sagt alveg ömurlegt !!!! Jordan skoraði sjálfur aðeins 16 stig þegar hann hitti úr aðeins 7 af 21 skoti utan af velli, en hann var líka með tólf fráköst, fjórar stoðsendingar, tvo stolna bolta og tvo varin skot. En hann missti líka boltann níu sinnum sem er það mesta sem hann hefur nokkurn tímann gert.
Þegar Ray Clay kynnirinn í United Center kynnti Michael Jordan, þá stóðu allir áhorfendurnir upp og byrjuðu að klappa og það voru gífurleg fagnaðarlæti. Til að byrja með reyndi Jordan að láta eins og ekkert væri, horfði niður á skónna sína og beit í vörina á sér. En fagnaðarlætin héldu áfram í næstum því þrjár mínútur og Jordan leit loksins upp. Augun hans fylltust af tárum og hann horfði í kringum sig á staðnum sem verður alltaf heimavöllur hans sama í hvaða treyju hann spilar. Hann brost síðan hikandi og veifaði til aðdáendanna, sem allir dá hann fyrir sex meistaratitlanna sem hann færði Chicago borg sem leikmaður. Einn aðdáandi hélt uppi spjaldi sem sýndi best tilfinningar þeirra í garð hans það stóð einfaldlega á því “TAKK MIKE”. Jordan leit í kringum sig næstum því hissa á öllum þessum fagnaðarlátum og brosti út í annað þegar fagnaðarlátunum linnti og þeir fóru að kynna Chicago liðið því að þá bauluðu áhorfendurnir !!!!
Leikurinn endaði með 77-69 sigri Washington, enda spiluðu Bulls hræðilegan leik og Washington spiluðu ekki vel en það dugði þó til.