Eftir semi áfallalausa fyrstu umferð þá er komið að conference semifinals í Playoffs '08.

First round

East :

Celtics 4 - 3 Hawks
Pistons 4 - 2 Sixers
Orlando 4 - 2 Raptors
Cavaliers 4 - 2 Wizards

West :

Lakers 4 - 0 Nuggets
Hornets 4 - 1 Mavericks
Spurs 4 - 1 Suns
Jazz 4 - 2 Rockets

Conference semifinals

East :

Celtics 1 - 0 Cavaliers

Eftir slaka frammistöðu móti Atlanta þá held ég samt að Celtics eigi eftir að eiga í vandræðum með Cavaliers. Big three eru að fara alla leið í Finals, ég hef litla trú á öðru, en ef Boston eiga erfitt með að stöðva Lebron James þá gæti leiðin verið á enda. Ég held samt að King James og félagar fari ekki lengra þetta árið, Celtics eiga að fara alla leið.

4-3 fyrir Celtics

Pistons 2 - 0 Magic

Fólk héldu að mínir menn Sixers væru að fara slá Pistons út, en annað kom á daginn og eru Pistons í svaka formi þessa daganna. Magic fóru létt með Toronto, thank god, en eru 2-0 undir þessa stundina í þessari rimmu. Dwight Howard er búinn að vera með rugl tölur og Turkoglu er búinn að standa sig vel hingað til en Orlando hafa samt tapað seinustu tveim sökum lélegrar nýtingar. Magic menn munu snúa blaðinu við á heimavelli og sigra þessa rimmu.

4-3 fyrir Magic

West :

Lakers 1 - 0 Jazz

Nýkjörinn MVP Kobe Bryant og félagar slóu Nuggets létt út og tel ég að þeir munu gera það sama í þessari rimmu. Williams og félagar munu taka einn leik á heimavelli en ekki meira. Lakers eru einfaldlega bara einu númeri of stórir fyrir Utah.

4-1 fyrir Lakers

Hornets 2 - 0 Spurs

Hornets hafa verið að spila rosalega skemmtilegan bolta undanfarið og CP3 og D. West fara saman eins og kapteinn í kók. Spurs útilokuðu Suns í fyrstu umferð, þar hefði ég nú haldið að yrði einhver spenna en þeir tóku þetta sannfærandi 4-1. Staðan er nú 2-0 fyrir Hornets og eru Tim Duncan og félagar í ruglinu. Spurs koma til baka á heimavelli og komast í 2-2 en ekki meira en það.

4-2 fyrir Hornets
____________________________________________________________________________________________________________

Hvernig spáið þið þessum rimmum ?

Munu Celtics eiga í vandræðum með Lebron og félaga eða taka þetta létt ?

Finna Pistons leið til að stoppa Superman ?

Hvor fannst ykkur eiga hafa tekið MVP titilinn, CP3 eða Kobe ?