Já þessi gaur er alltaf að færast nær því að vera einn af uppáhalds leikmönnunum mínum og ég ætla að skrifa hérna stutta grein um hann .Kevin Maurice Garnett var fæddur 19 maí 1976 (s.s. 32 ára gamall) í Mauldin South-Carolina og er giftur Brandi Padilla.
Garnett var valinn númer fimm í “nba draftinu” af Minnesota Timberwolves árið 1995 og var þá yngsti leikmaður í sögu nba 19 ára og 11 mánaða gamall, en skipti yfir í raðir Boston eftir rúm 11 ár hjá Minnesota.
KG er með einar flottustu “post” hreyfingar í allri NBA deildinni og er frábær skotmaður innan þriggja stiga línunar.
Staða hans hjá boston er “power forward” eða staða númer 4, ( er ekki með íslensku nöfnin á hreinu :P ) en hefur og getur vel spilað sem Center eða stöðu númer 5.
Ferill Garnetts hefur verið mjög farsæll og hefur 11 sinnum verið valinn í “nba all-star”liðið,en það voru árin 1997, 1998, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007, 2008.
Árið 2003 var hann valinn nba all-star mvp og
Árið þar á eftir var hann valin “most valuable player” í nba.
31 júlí 2007 var Kevin Garnett skiptur til Boston Celtics fyrir Al Jefferson, Ryan Gomes, Sebastian Telfair, Gerald Green og Theo Ratliff.
Þar tók hann upp númerið 5 eftir að hafa verið númer 21 í 11 ár.
8unda Mars 2008 skoraði Kevin Garnett 20 þúsundustu stigin sín og var þar með 32. leikmaður í sögu nba að ná þeim áfanga.
Hér eru afrek Garnetts..
NBA Most Valuable Player ( mikilvægasti leikmaður): 2004
NBA All-Star Game MVP: 2003
11-time NBA All-Star: 1997, 1998, 2000, 2001,
2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007, 2008
8-time All-NBA:
First Team: 2000, 2003, 2004
Second Team: 2001, 2002, 2005
Third Team: 1999, 2007
8-time All-Defensive:
First Team: 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005
Second Team: 2006, 2007
NBA All-Rookie Second Team: 1996
Persónulega finnst mér Garnett einn besti power forward nba deildarinnar, hann hefur hreyfingarnar, kraftinn , hraðann , skotin og svo skapið.
heimildir. www.wikipedia.org og www.nba.com og svo bara egin vitneskja ;)