Tracy McGrady - T-Mac Ég ætla hér að gera grein um minn uppáhaldsleikmann Tracy McGrady

Tracy McGrady eða T-Mac fæddist 24 maí 1979 í Bartow. Hann á eina dóttur með eiginkonu sinni CleRenda sem heitir Layla Clarice og einn son sem heitir Laymen Lamar.

Tracy Lamar McGrady, Jr. var valinn af Toronto Raptors 1997 og var níundi á eftir leikmönnum eins og Tim Duncan(1) og Chauncey Billups(3).

Hjá Toronto (1997-2000) þá spilaði hann við hliðiná frænda sínum Vince Carter. Á fyrsta árinu sínu skoraði hann að meðaltali 7 stig á leik. Næsta ár skoraði hann að meðaltali 9.3 stig í leik. Á sínu síðasta ári fyrir Raptors skoraði hann 15.4 stig í leik og tók 6.3 fráköst.

Árið 2000 var honum skipt til Orlando Magic fyrir fyrsta draft pick. McGrady og hinn síungi Grant Hill áttu að mynda frábært par en þar sem Grant Hill var alltaf meiddur þá var burðin mikil á McGrady. En hann vann ágætlega með framherjanum Drew Gooden (Bulls) og bakverðinum Gordan Giricek (Utah)
Á sínu fyrsta tímabili fyrir Orlando var hann valinn í Eastern All-Stars og vann hann samatímbil verðlaunin NBA most improved player 2000-2001.
Tímabilið 2001-2002 gerðist fátt hjá honum. Hann skoraði hins vegar 25.6 stig og tók 7.9 fráköst í leik og gaf 5.3 stoðsendingar.

Tímabilið 2002-2003 stóð hann sig hreint út sagt frábærlega. Hann vann stigatitilinn með 32.1 stig í leik. Gaf 5.5 stoðsendingar og tók 6.5 fráköst. Hann vann líka aftur stigatitilinn tímabilið 2003-2004. Það tímabil skoraði hann 62 stig gegn Washington Wizards í mars 2004. Með þeirri frammistöðu var hann aðeins 4 leikmaðurinn til að skora meira en 60 stig í einum leik síðustu 12 ár. Sumarið 2004 lentu honum og þjálfara sínum John Weisbrod saman og var honum skipt með Tyrone Lue og Reece Gaines til Houston fyrir Steve Francis, Kelvin Cato og Cuttino Mobley.

9 Desember 2004 er minnisstæður dagur í sögu McGrady sem og NBA, en þá skoraði hann á síðustu 35 sekúndum 4 þriggja stiga körfur og fékk eitt vítakast. Semsagt 13 stig á 35 sekúndum. Þetta er virkilega mikið afrek og er þetta afrek víðfrægt.
Þrátt fyrir að Houston komst í playoffið þá voru þeir sigraðir af Dallas í 7 leikjum. Þeir töpuðu síðasta leiknum með 5 stiga mun. Svekkjandi.

Á tímabilinu 2005-2006 missti Tracy af 8 leikjum vegna bakmeiðsla, hann skoraði hinsvegar 24.4 stig að meðaltali í leik. Þessi meiðsla hafa síðan verið að koma upp aftur og aftur. En 2006-2007 tímabilið stóð hann sig hreint út sagt frábærlega. Hann byrjaði hinsvegar ekkert sérstaklega vel og missti af 7 leikjum vegna bakmeiðsla. Yao meiddist síðan í fæti og fór hann að taka sig á og fékk síðan viðurkenninguna yngsti leikmaður til að fá 14.000 stig og 4000 fráköst. Houston endaði í 4 sæti það ár og lentu á móti Jazz og sagði Tracy að ef að Houston kæmist ekki áfram þá væri það honum að kenna. Jazz unnu í 7 leikjum. Þeir töpuðu leik nr. 7 103-99 og grét T-Mac á blaðamannafundinum eftir leik.

Þetta tímabil hafa Rockets verið á siglingu og með 22 leiki sigraða í röð, með Tracy í fararbroddi, þrátt fyrir að Yao sé fótbrotinn. Tracy hefur staðið sig frábærlega eftir meiðslin og ýtir öllum sögusögnum frá að hann sé útbrunninn.Hann er með samning hjá Rockets til 2009-2010

Hann á nokkur met líka hjá Orlando

* All-Time Free Throws Made (1,819)
* Most points in one game with 62 (March 10, 2004 vs. Washington Wizards)
* Most points in one half with 37 in the first half (March 9, 2003 vs. Denver Nuggets)
* Most points in one quarter with 25 in the second quarter (March 9, 2003 vs. Denver Nuggets)
* Most free throws made in one game with 18 (December 25, 2002 vs. Detroit Pistons)
* Most points in a playoff game with 45 (in Game 2 of the 2003 Eastern Conference playoffs, First Round vs. Detroit Pistons)
* Most three-point field goals made in one half with 8 (January 26, 2004 vs. Cleveland Cavaliers)

Tracy McGrady er án efa frábær leikmaður þrátt fyrir að mörgum líkar illa við hann. Hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér og sérstaklega á þessu tímabili fyrir að leiða Rockets í 22 sigra, þrátt fyrir lélegan leik gegn Lakers.

http://www.youtube.com/watch?v=KtBMrI-_nsA highlights

http://www.youtube.com/watch?v=p_CGxj3dHGA 13 points in 35 seconds

http://www.youtube.com/watch?v=AKOCy9R-h2A Treður yfir Bradley
Newcastle United!!!!!!