Amare Stoudemire er 24 ára (verður 25 16. nóv) körfuknattleiksleikmaður sem leikur með Phoenix Suns.
Amare er er einn besti Center sem leikur í NBA deildinni leyfi ég mer að fullyrða og án efa einn skemmtilegasti leikmaður deildarinnar.
Þegar Amare var aðeins 12 ára þá misti hann pabba sinn sem varð til þess að hann átti erfitt uppdráttar og skipti meðal annars um skóla oft. Hann spilaði aðeins 2 ár í skóla áður en hann var valinn númer 9 af Suns árið 2002.
Í sínu fyrsta ári í NBA gekk honum mjög vel og skoraði meðal annars 38 stig í einum leik á móti Minnesota. Hann var á endanum valinn nýliði ársins og var sá fyrsti til þess eftir að hafa komið beint upp úr menntaskóla.
Árið 2004 var Amare valinn í Bandarískalandsliðið til að spila á ólempileikunum í Aþenu. En hann fékk lítið að leika þar og enduðu þeir aðeins í þriðja sæti þar. Suns liðinu fór fyrst að ganga vel þegar liðið fékk til sín einn albesta leikstjórnanda deildarinnar Steve Nash. Saman mynda Steve Nash, Amare og Marion eitt besta þríeiki deildarinnar.
En ferillinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Stoudemire því árið 2005 þá gekkst hann undir skurðaðgerð á báðum hnjám, og spilaði hann aðeins 2 leiki það leiktímabil. Á tímabilinu 2006-7 þá kom hann aftur rosalega öflugur og ætlaði sér að sína það að hann væri besti Centerinn í allri deildinni. Eina sem maður sér við hann núna að hann er ekki með jafn mikinn stökkkraft og áður og fer ekki að jafn miklum ákáfa að körfunni og áður. En með Amare eins og marga aðra leikmenn gerði meiðslin hann af betri leikmanni og var honum verðlaunað með að vera valinn í fyrsta lið NBA deildarinnar árið 2007.
Það sem mér finnst gera Amare af einum af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar er það að hann er ekki þessi týpiski center sem getur ekkert nema hlussast eitthvað þarna inní teig heldur getur hann borið boltan betur en flest allir í hans stöðu og þar að auki hefur hann tekið þátt í tveimur troðslukeppnum, og staðið sig þar með prýði.
Þetta er það sem ég veit um amara endilega bætið við eitthverju sem ykkur finnst vanta í þessa grein.