Þetta er lið sem erú búnir að berjast undandfarinn 5 ár um að verða NBA meistara en nú er spurning um hvort að það þarf ekki að stokka aðeins upp í þessu hjá þeim.
Billups er með lausa samning og vill nú fá fullt af $$$$$$$$ en hann er búinn að vera á frekar litlum samning(á NBA mælikvarða). Spurning um hvort að Detroit eru tilbúnir að gefa þessum sterka leikmanni, sem er reyndar kominn af létasta skeiðinu þennan penning.
Svo er spurning um hvort að Detroit munu ekki skipta um þjálfara en Sounders hefur ekki náð að koma þeim í úrslitaleikina undanfarinn tvö tímabil, þrátt fyrir að vera með hörku lið.
Hvað á að gera við R.Wallace???? þetta er án efa hæfilíkaríkur leikmaður en hann er ekki að skila sínu á ögurstundu eins og hann gerði stundum hjá Portland á sínum tíma. Þessi maður er gangandi tímasprengja sem einfaldlega ræður ekki við sig stundum í leikjum(bæði útaf ástríðu og heimsku).

Ég tel að Detroit munu koma til með að breyta smá hjá sér fyrir næsta tímabil og spurninginn er sú hvort að fer fyrir þeim eins og Detroit liðinu sem vann 1989 og 1990 að það svona hægt og bítandi verði lélegt.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt