Já þetta er allt komið í gang og eru óvæntir hlutir strax farnir að gerast.Þetta gerðist eftir fyrstu leikina.

Detroit vann Orlando 100-92 í ágætis leik en miða við þennan leik, þá er Detroit einfaldlega of stór biti fyrir Orlando

Cleveland rústaði Washington 97-82 og reikna ég með því að þetta verður rúst sería þar sem Cleveland þar lítið að hafa fyrir hlutunum.

Toranto tapaði heima fyrir Nets 91-96 og fór þar Jefferson á kostum. Þetta verður hörkueinvígi eins og búast mátti við.

Bulls vann Miami 96-91 og verður spennandi að fylgjast með hvernig Heat bregðast við þessu. Deng átti stórleik fyrir Bulls og Shaq byrjaður að kvarta yfir dómgæslu og Riley vill að Wade spili betri vörn. Þetta verður spennandi.

Óvæntustu úrslittin gerður í Dallas þar sem heimamenn töpuðu fyrir Golden state 85-97. Dirk átti ekki góðan leik á meðan Davis brillaði fyrir gestina. Ég á samt von á því að Dallas klári þessa seríu.

Suns unnu Lakers 95-87 þar sem Lakers leiddu lengst af leik þar sem Kobe var frábær í fyrihálfleik(28 stig 11 af 17) en hann kólnaði í síðarihálfleik á meðan Barbosa kom sterkur inn fyrir suns. Það er greinilegt að Lakers geta strítt Suns verulega mikið.

Spurs töpuðu heima á móti Denver 89-95 þar sem Spurs skoruðu aðeins úr 35% af sínum skotum og Iverson og Carmelo skoruðu af vild. Skemmtilegt einvígi en ég trú því að Spurs eiga eftir að hitta betur og klára þetta.

Houston vann Utha í baraátuleik eins og maður átti von á 84-75 og verður það líklega þannig áfram.

Frábær byrjun og verður fróðlegt að sjá hvort að Denver og Golden state geta haldið áfram að stríða stórliðunum og hvort einhver hjá Lakers vill hjálpa Kobe að vinna leik.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt