Já þá eru öll liðinn búinn að spila 82 leiki og eftir standa 16 bestu lið deildarinar. Oki það þarf kannski ekki endilega að vera þannig þar sem vesturströndinn er líklega aðeins sterkari en sú austur og að lið eru t.d í vandræðum núna vegna meiðsla eins og Washington.
En hér er allavegna mín spá.

Austur

Detroit(1)- Orlando(8)
Detroit eru einfaldlega með of gott lið fyrir Orlando. Þrátt fyrir að Howard sé hörku leikmaður og Hill ótrúlega en satt heill þá eru Bilups,Hamilton,Prins og Webber of stór biti fyrir Orlando.
Detroit 4-0

Cleveland(2)-Washington(7)
Ef allir væru heilir hjá Washington þá væri þetta hörkueinvígi en því miður hafa þeir misst tvo bestu leikmenn sína í meiðsli. Hinn stórkostlega Gilberto Arenas og Caron Butler og því held ég að þetta verði auðvelt einvígi hjá King James og félögum.
Cleveland 4-0

Toranto(3)- Nets(6)
Toranto hefur komið mönnum mest á óvart í vetur og fer það fremst í flokki Chris Bosh á meðan að Nets hafa valdið vongbrigðum en ég tel að með alla sína reynslu þá fara Kidd,jefferson og Carter áfram í hörku einvígi.
Nets 4-2

Miami(4)- Bulls(5)
Vá Bulls tapaði síðasta leiknum á tímabilinu og í staðinn fyrir að gulltryggja 2.sætið þá endu þeir í því 5 og fá Núverandi NBA meistarana. Heat hafa verið í hálfgerði rúsibana ferð í vetur með öllum lélegu leikjunum og meiðslinn hjá Shaq í byrjun og Wadde í restina. Nú er komið að Big Ben hjá Bulls að vinna fyrir kaupinu og láta Shaq hafa fyrir hlutunum. Þetta verður eitt skemmtilegasta einvígið og hef ég trú á að Meistararnir komist áfram með naumindum því Bulls eru með hörku lið.
Heat 4-3

Vestur

Dallas(1)- Golden State(8)
Eftir 13 ára fjarveru frá úrslittakeppni eru Golden state komnir þanngað aftur og nú undir stjórn gama þjálfara Dallas, Don Nelson. Þetta verður skemmtilegt sóknareinvígi en ég held að Dalls séu að hugsa um að vinna NBA titil á meðan Golden state eru sáttir að vera í úrslittakeppnini. Öruggur sigur hjá Dirk og félögum.
Dallas 4-0

Suns(2)- Lakers(7)
Í fyrra þá voru Lakers næstum því búnir að slá út Suns en í ár verður ekki sama uppá teningnum. Suns eru einfaldlega sterkari en frá því í fyrra með Marion, Nash,Barbosa og Stoudimire(ekki heill í fyrra) á meðan að Lakers hafa verið í meiðslavandæðum með stóru kallana sína(Mihim verður ekki með, Brown og Walton að koma uppúr meiðslum). Þrátt fyrir að vera með Kobe bryant sem er að mínu mati besti leikmaður deildarinnar þá er Suns einfaldlega of stór biti.
Suns 4-1

Spurs(3)- Denver(7)
Carmelo og Iverson eru loksins farnir að spila vel saman og lið Denver virkar hættulegt en þeir eru að fara að spila á móti vélmena liði Spurs sem eru góðir í vörn og fínir í sókn og mun Duncan stíra þeira leik. Hérna vegur reynsla Spurs þungt en það verður samt gaman að fygljast með þessu einvígi.
Spurs 4-2

Utha(4)- Houston(5)
Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta einvígi. Því Utha er með hörku lið sem spilar góða vörn og lætur finna vel fyrir sér en Houston er með Ming og Macgrady heila og virka í fannta formi. Það er nánast hægt að kast upp penning til þess að spá fyrir um úrslittinn í þessu einvíg en það er samt eithvað sem segjir mér að Utha fari áfram.
Utha 4-3

Fjörið er allt að byrja og ég vona að spáin mín rætist ekki öll og við sjáum einhverja óvænta atburði gerast.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt