Nú er skrítið tímabil í NBA. Lélegu liðinn vilja varla vinna leiki því að nýliðavalið á næsta ári er mjög sterkt og vilja liðin auka möguleika sína á að fá góðan nýliða.
Bestu liðin eru í dálitlum sérflokki og svo kemur þéttur pakki eftir það.
Það sem skiptir máli í NBA er ekki að komast áfram í úrslittakeppnina, fá besta nýliðan eða alltaf að vera að skipta á leikmönum heldur snýst þetta um að verða NBA meistara. Auðvita getur góður nýliði eða nýr leikmaður hjálpa til þess en þegar upp er staðið þá skiptir bara máli að vinna NBA titilinn og skiptir engu máli hverjir eru í liðinu.
Eins og staðan er í dag eru bara nokkru sem ég tel eiga möguleika á að vinna titilinn.

Dallas er ef skoðuð er staðan í dag með besta liðið. Þeir hafa manskapinn með Dirk, Howard og Terry fremsta í flokki og þeir hafa frábæra breydd en spurninginn er nær Dirk að klára leikina í 4.leikhluta??? það var vandamálið í fyrra. Þeir voru betri en Miami í fyrra en þeir einfaldlega kláruðu ekki dæmið og núna er spurninginn hvort að þeir hafa lært af reynsluni.

Suns eru ótrulegt sóknar lið sem er farið að spila aðeins betri vörn. Nash er auðvita einn besti leikmaður deildarinar og ef þú ert með menn eins og Marion, Stoudimire og barbosa í liðinu þá er þetta stórhætulegt lið. Spurninginn er sú sama og alltaf, hvernig ná Suns að höndla hægari leiki í úrslitakeppnini þar sem harkan er meiri??? þetta er eitt skemmtilegasta lið deildarina og vona ég að þeir nái langt.

Spurs þeir spila stundum eins og vélmenni. Þetta er ekki hraðasti og skemmtilegasti körfuboltin en hann ber árangur með fallegum undirstöðukörfubolta. Duncan, Ginobili og parker er stjörnur liðsins en spurninginn er hvort að menn eins og Finley,Horry og Bowen séu ekki orðnir og hægir en maður vanmetur ekki Spurs.Þeir spila góða vörn og geta skorað fyrir utan jafnt sem innan.

Detroit þeir virtust ætla eiga ágætis tímabil en svo kom C.Webber inní liðið og þeir virka bara mjög sterkir. Sóknarleikurinn er orðinn sterkari en þeir hafa alltaf verið góðir í vörn og því eiga þeir möguleika. Eins og staðan í dag þá vinna þeir líklega austurdeildina en hafa þeir nógu mikla breytt. Hamilton, Billups,Webber og Prince eru góðir leikmenn en það er eins og það vantar einhvern afgerandi í þennan hóp.

Miami meistara síðasta ár eru núna komnir á mikið skrið eftir skelfilega byrjun(það var spurning um hvort að þeir kæmust í úrslittakeppnina). Ég mann ekki eftir liði sem hafa verið meistara sem hafa spilað jafn illa á næsta tímabili. Shaq virtist slappur í upphafi áður en hann meiddist og leikmenn vikruðu saddir en eftir að Wade(þeira besti maður) meiðist (nær líklega bara úrslittakeppnini) þá fór Shaq í gang og liðið er að spila mjög vel. þeir ná samt aðeins eins langt og Wadde nær að bera þá og það er spurning um hversu heill hann verður. Þeir vildu örugglega hvíla Shaq meira en nú þarf hann að spila fullt af mín.Ef wadde nær sér á strik og E.jones kemur sterkur inn þá er aldrei að vita. Aldrei að vanmeta hjarta meistara(sagði einu sinni frægur þjálfari eftir að þeir vörðu titilinn þvert á allar spár.

Önnur lið sem eiga smá séns

Cleveland. James er að spila ágætlega en hann þarf að fá miklu meiri stuðning frá Hughes ef þeir ætla sér eithvað áfram.

Washington. Arenas þarf að skora 30 stig + í öllum leikjum ef þeir eiga að eiga möguleika.

Utha. Eru að spila vel en þeir virka ekki mjög sterkir sóknarlega. Boozer þar að halda áfram að spila frábærlega og Kirlenko þarf að spíta í lófana.

Houston. Eitt hættulegasta lið landsins. Með Ming og McGrady heila þá vill ekkert lið mætta þeim en McGrady hefur aldrei náð í 2.umferð svo að það er erfitt að spá liði sem hann er í langt.

Lakers. Aldrei að vanmeta lið sem hefur Kobe og Phil Jackson sem þjálfara. þeir hafa lent í rosalegum meiðslum á tímabilinu þar sme aðalmiðherjinn Mihim spilar ekkert, Brown meiðist lengi eins og Odom og Walton en þetta eru þeir leikmenn sem verða að vera heilir og þeir eru að verða það. Svo að hinn liðinn þurfa kannski að vara sig.

Bulls. Þeim vantar stjörnu en eiga fullt af góðum leikmönnum sem allir geta átt góðan dag. Svo er auðvita Big ben þarna til þess að líma allt saman í vörnini.

Denver. Carmelo og Iverson í sama liði hefur ekki virkað hingað til en maður útilokar svonar sóknardúet ekki. Þeir ættu að geta skorað en það þarf víst að verjast líka.


Ég tel þó að eitt af þessum 5. efstu liðum verði meistara(90% líkur).
Ég spái að Suns nái að klára þetta í ár(hjartað) þótt að höfuðið segji að Dallas klára þetta.
Hvað haldið þið??
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt