Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það ætti að leyfa allar hugsanlegar tölur á búningum leikmanna.
Ekki það að álit mitt skipti nokkru máli heldur langar mig til að stofna umræður hérna á huga og vita hvað ykkur hinum finnst.

Ætti að leyfa að vera númer 23 eins og goðið sjálft, Jordan, eða nr 99 eins og George Mikan, það væri skrýtið ef íslenskir körfuboltaleikmenn gætu allt í einu verið með sömu númer og eftirlætis NBA eða háskólakörfubolta(NCAA) stjörnurnar sínar. Svona tíðkast þetta úti í ameríska háskólaboltanum og NBA. Ekki veit ég hvort þetta gildi í Evrópskum körfubolta en svona er þetta í Ameríkunni.

Þetta myndi vera skemmtilegt á ýmsan hátt(þá aðallega fyrir leikmennina) en myndi á sama tíma skapa vandamál fyrir dómara. Það yrði erfitt fyrir dómara að venjast þessu og ruglandi fyrir starfsmenn ritaraborðsins að skilja númer eins og 00 og 94 og slík númer.

Hvernig væri þetta, myndi þetta vera eitthvað skemmtilegt og þess virði?

Nú er verið að tala um að hafa leikmannalýsingar,skotkeppnir og annað sekmmtilegt fyrir leiki og í leikhléum og þá gæti þetta skapað mikla stemmningu hjá áhorfendum og því meiri stemmning er því skemmtilegri leikur finnst mér. En þetta er mitt álit, endilega látið ykkar skoðun koma í ljós og komum umræðunum á stað hérna!

Kveðja axel 86