Nate McMillan hefur þjálfað hjá Sonics í 1 ár og er að byrja annað árið núna. En Nate hefur spilað hjá Sonics lengur en það.

Nate eyddi öllum 12 ára ferli sínum hjá Seattle SuperSonics sem leikmaður en fékk síðan í fyrra að gerast þjálfari hjá Sonics þegar aðalþjálfari Sonics þá, Paul Whestpaul, ákvað að hætta. Var þetta stórt tækifæri fyrir Nate sem vildi komast aftur til deildarinna á einhvern hátt.

“Just being here has really helped me and I think that is a big part of the reason that these guys do respect me,” segir McMillan, sem var einnig 3 ár sem aðstoðarþjálfari Sonics “It's a huge advantage for me to play 12 years with the same organization and then have the opportunity to coach.”

Sonics rétt misstu síðasta sætið í úrslitakeppninni í fyrra til Minnesota Timberwolwes en nú virðist lið Sonics og þjálfari þeirra Nate McMillan staðráðið að komast langt og ná hugsanlega í titilinn.

“Our young players have to learn play the game right,” segir McMillan “because we can't solely depend on Gary, Vin and Brent.”

Gary Payton, Vin Baker og Brent Barry eru vissulega bestu leikmenn Sonics en þeir geta svo sannarlega ekki haldið þeim uppi á löngu tímabili. Leikmenn Sonics verða einnig að geta leitað til annarra leikmanna liðsins til að skora úr opnum skotum og spilað góða vörn.

Desmond Mason er á öðru ári og ætlar hann sér að vera einn af þeim leikmönnum sem leitað verður til á tímabilinu. Hann er þekktastur fyrir sigur sinn í troðslukeppninni í fyrra (á nýliðaárinu sínu) og skoraði hann 36 stig í tapleik gegn Orlando Magic. Þetta gerir hann 24 ára gamall. Sonics munu einnig leita til Vladimir Radmankovic og Rashard Lewis í vetur sem eru tveir ungir leikmenn sem hafa hæfileika til að hjálpa liðinu í vetur.

Talið er að ef Sonics geta haft ungt og hratt lið inná geta þeir hugsanlega bætt hraðaupphlaupin sín og fengið mikið fleiri auðveldar körfur úr hraðaupphlaupunum.

Kveðja Axel 86