Eftir frekar slagt gengi hjá USA á stórmótum undanfarinn ár hefur fólk farið að tala um að aðra þjóðir séu búnar að ná USA að styrkleika og jafnvel komnir fram úr þeim.
Mín skoðun er sú að þetta er alrangt en afhverju held ég það.

1. Í NBA eru bestu leikmenn heims að spila og þetta eru bestu íþróttamenirnir og hafa mestu hæfileikana.
2. Ástæðan fyrir því að USA er ekki að vinna er einfaldlega sú að liðið fær c.a 3 vikur til að mynda lið og æfa saman á meðan að aðrar þjóðir eru oftar en ekki með þaulæfðan hóp og mikið af leikmönum sem spilað hafa saman í mörg ár.
3. Oftar en ekki er USA liðið ekki skipað allra bestu leikmönum deildarinar, liðið í ár t.d vantaði leikmenn eins og Shaq, Kobe, Iverson og Garnett svo einhverjir séu nefndir.
4. Liði er að spila með allt aðrara reglur en þeir eru vanir í NBA og hefur það mikil áhrif á gengi þeiri.
5. Auðvita eru til margir frábærir útlenskir leikmenn sem myndu án efa komast í USA liðið eins og Nowitzky og Ming en upp til hópa eru leikmenn USA betri en aðra þjóðar, þó að bilið fer minkandi.

Það má þó gagnrína eitthvað þetta lið og er það helst að USA leikmenn eru of miklar stjörnur til að deila boltanum og það eru full margir sem vilja vera með boltan og keyra að körfuni og vantar fleiri virkilega góðar skytur.
En það má ekki gleyma því að það er ekki hægt að bera saman neitt lið við USA DREAM TEAM sem voru með Magic,Jordan,Bird,Barkley,Ewing,Robinson, Stockton,Malone,Pippen, Drexler,Mullin og besta leikman háskólana 1991-92 Christian Laettner(þótt að það hefði verið rosalegt ef Shaq hefði verið valinn).
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt