Lakers fengu til sín Dennis Scott sem á metið í NBA yfir flestar 3-stiga körfur á keppnistímabili (267) og í leik (11).
Ég held að þetta gæti verið fínt þegar liðin byrja að spila svæðisvörn á móti lakers. En Scott mun pottþétt negla niður opið 3-stiga skot. Síðan veit hann alveg hvernig á að spila með Shaq en þeir spiluðu lengi saman með Orlando og þá átti Scott sín bestu keppnistímabil.

Dickey Simpkins er svona 25-stiga maður sem gerir lítið af mistökum. Þegar ég á við 25 stiga maður þá meina ég að hann komi inná þegar liðið er 25 stigum yfir eða 25 stigum undir :)

Lakers fengu einnig til sín Paul Shirley sem er einhver unglingur.. (Shirley, a 6-10, 230-pound free agent from Iowa State, averaged 10 points and 6.9 rebounds for the Cyclones last season)

Bakvörðurinn frábæri John Stockton hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Utah Jazz í NBA-deildinni. Stockton, sem verður 41 árs þegar samningurinn rennur út, samþykkti launalækkun við gerð nýja samnings og mun fá um 800 milljónir króna í árslaun í stað 1,1 milljarðs í fyrra. Hann var með 11,5 stig og 8,7 stoðsendingar á AÐEINS 29 mín í leik á síðasta keppnistímabili.

kv.
Cul-de-sac