Jordan snýr aftur!! Michael Jordan hefur ákveðið að snúa aftur í NBA deildina!
Jordan, sem leiddi Chicago Bulls til sigurs í deildinni 6 sinnum, hefur æft í allt sumar. Hann hefur ákveðið að spila með Washington Wizards sem hann er eigandi af. Aftur á móti má hann ekki vera eigandi af NBA liði og leikmaður á sama tíma þannig að hann á eftir að redda því.
Þetta er í annað sinn sem Jordan á “come-back” en hann hætti einnig árið 1993 vegna þess að hann gæti ekki afrekað neitt meira og þyrfti ekkert meira að sanna. Hann snéri þó aftur árið 1995.

Ástæðan fyrir þessu segir hann vera “I'm doing it for the love of the game. Nothing else. For the love of the game.”

Sigurmöguleikar Washington eru nú ekki miklir en hann útskýrir það svona “Winning isn't always championships. What's wrong with helping kids find their way, teaching them the game.”

kveðja,
cul-de-sac

Tekið að mestu af espn.go.com