Já þá er komið að því. Úrslitaeinvígið um NBA meistaratitilinn árið 2006. Að þessi sinni mætast tvö lið sem aldrei hafa komist í úrslit NBA en þau eru Dallas og Miami. En skoðum þessi lið aðeins nánar.

Dallas
Leikmenn:

PG Jason Terry hann er fljótur og góður á boltan. Hann er góður skorari miða við að vera leikstjórnandi en er bara meðal varnamaður.Góður að keyra uppað körfuni. Terry hefur verið að skora um 18 stig í úrslitakeppninni og gefa 4 stoðsendingar.

SG Devin Harris er ungur leikmaður sem hefur komið dálítið á óvart.Eins og Terry er hann mjög snöggur og virkar oftast best þegar hraðinn er mikil. Varnalega er hann ekkert sérstakur. Á það til að tínast í leikjum. Harris hefur verið að skora 10 stig að meðaltali í úrslitakeppninni.

SF Josh Howard hefur verð einn af lykilmönnum Dallas. Ef hann skorar yfir 20 stig í leik þá vinnur Dallas oftast. En hann hefur verði að skora 17 stig að meðaltali og taka 7 fráköst. Hann er mikil íþróttamaður og er með ágætis skot og getur keyrt uppað körfunni. Ef hann spilar vel þá verða Dallas í góðum málum.

PF Dirk Nowitzki Stjarna liðsins. Hann er öruggle einn af 5 bestu leikmönnum deildarinar.Er frábær sóknarmaður sem getur skotið og keyrt inní teig.Hann hefur bæt sig verulega sem varnarmaður.Hann þarf að eiga góða seríu.Ótrúlega snöggur miða við hæð og erfitt að stoppa hann þegar hann er kominn á skrið.Dirk hefur verið að skora 28 stig að meðaltali í úrslitakeppnini og taka um 12 fráköst.

C Desagana Diop Hann er ekki með rosalegar tölfræði en hann stendur fyrir sínu.Sterkur varnarmaður sem hefu verið að láta ljós sitt skína í úrslittakeppninni með góðri framistöðu.Enginn sérstakur sóknarleikmaður. 3 stig og 6 fráköst að meðaltali en er eingö að síður mikilvægur.

6. Maður Jerry Stackhouse skorari af bekknum. Var eitt sinn einn af stigahæðstu leikmönnum deildarinar.En hefur sæt stig við að vera ekki stjarna hjá Dallas og skilar sínu hlutverki vel.

Aðrir leikmenn
Keith van horn C/pf/sf ágætis skorari en skelfilegur varnamaður
Eric Dampier hefur misst C stöðuna.
Marques Daniel sf/sg ungur og sprækur strákur.

Dallas er gott sóknarlið en það sem gerir það hættulega er að þeir eru líka farnir að spila góða vörn.Breyddin er góð og hafa þeir lagt Memphis,Spurs og Suns af velli á leiðinn í úrslitinn.

Þjálfari Avery Johnson Kallaður litli hershöfðingin.Var um árabil leikstjórnandi spurs og Dallas.Lætur vel heyra í sér og er þetta fyrsta heila árið hans sem þjálfari. Geri aðrir betur.

Miami
Leikmenn:

pG Jason Williams Strákurinn sem var með Kings sem allir héldu að væri bara skemmtikraftur.Hefur þroskast mikið og er byrjaður að skila sínu hlutverki vel. Ekki góður varnarmaður en les leikinn mjög vel og er góður að senda og keyra að körfuni. Hefur verið að skora um 10 stig og gefa 4 stoðsendingar í leik. Þykkir ekki góð skytta en hefur verið að skjóta vel að undanförnu.

SG Dwyane Wade þessi leikmaður er ótrúlegur. Skorar nánast að vild jafnt utan sem innan teigs.Er fín varnamaður sem býr yfir miklum hraða og snerpu.Hefur verið besti leikmaður Heat á tímabilinu.Skorar um 26 stig gefur um 6 stoðsendingar og tekur 5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni. Er orðinn stórstjarna.

SF Antoine Walker Fyrverandi stjarna Bostons. Hefur átt erfitt uppdráttar hjá Miami. Var mikil skorari á sínum tíma en hefur átt í erfileikum með að sæta sig við sitt nýja hlutverk. Er ágætis 3 stiga skytta en lélegur varnamaður. Þykkir of skotglaður. Hefur reyndar verið að spila vel í síðustu leikjum.Skorar að meðaltali 13 stig.

PF Udonis Haslem sterkur varnamaður sem veit sitt hlutverk.Hann á eingöngu að spila vörn og taka frálöst. Hann er reyndar ágætis skotamaður frá hægri kanntinum og fær hann nokkur slíkk skot í leik. 9 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik.

C Shaquille O'neal Tröllið er vaknað til lífsins. Besti Miðherji deildarinar en þá daginn í dag. Þótt að hann á sín bestu ár að bakki. Hefur verið að spila stórkostlega fyrir Heat að undanförnu.Hefur unnið þrjá titla með Lakers og veit um hvað málið snýst. Nánast ómögulegt að dekka hann inní teignum.Er ágætis varnamaður(út af stærð og styrk) en er stundum seinn í vörnini.Skorar að meðaltali 20 stig og tekur um 10 frálöst í úrslitakeppnini. En það þarf að hafa í huga að hann hefur fengið áægtis hvíld í mörgum leikjum. Er einn lélegasta vítaskyttan í deildini.

6 maður Alonzo Mourning Einn besti varnamaður deildarinar þótt að árin séu nú byrjuð að segja til sín.Langar örugglega manna mest að næla sér í hringinn.Mikil baráttu hundur sem lætur finna fyrir sér inní teignum.Spilar sem C og gefur Shaq sína hvíld. Átti við nýrnavandamál að stríða og læknar sögðu að hann
þyrfti að hætta körfubolta.

Aðrir leikmenn:
Gary paytonpg er orðinn hægur en er þokkalegur varnamaður
James Posey sg/sf hefur valdið vonbrigðum en er samt besti varnarmaður liðsins

Þjálfari Pat Riley gerði Lakers að meisturum árið 1982,85,87,88(með hjálp Magic og co.) og komst með Knick í úrslitinn 1994. Hefur mikla reynslu sem ættist að nýtast liðinu vel. Var líka meistari með lakers sem leikmaður 1972

Miami sló út Bulls,Nets og Detroit á leiðini í úrslitinn. Wade og Shaq eru aðal leikmenn liðsins og þurfa þeir að skora yfir 50 stig í leik saman ef Miami ætlar sér að vinna þessa seríu.




Spá
Dallas vill keyra aðeins upp hraðan en Miami vill draga úr honum. Dallas er með meiri breydd en Miami hefur Shaq og Wade. Miami vill sækja inní teiginn meðan Dallas er meira fyrir að taka skot fyrir utan en getur þó sótt inní teig með Nowitzki.Ég vona að Dallas nái að klára þetta en ég tel þó að Miami hafi þetta 4-3 í rosalegri seríu.

Fyrsti leikurnn verður í Dallas á fimmtudaginn kemur. Svo verður leikur tvö á laugardaginn. Næstu þrír leikir þar á eftir verða í Miami og síðan endar serían í Dallas ef það fer svo langt.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt