Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði í kvöld fyrir Finnum, 73-84, í undankeppni Evrópukeppni landsliða að Ásvöllum. Helgi Jónas Guðfinnsson skoraði 21 stig fyrir Ísland, Logi Gunnarsson 14, Jón Arnór Stefánsson 12 og Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson 7 stig hvor (8 fráköst, þar af 6 í sókn á aðeins 20 mínútum). Hanno Möttöla, leikmaður Atlanta Hawks í NBA-deildinni, var betri en enginn í finnska liðinu, skoraði 42 stig, tók 11 fráköst og átti 5 stoðstoðsendingar. Möttöla, sem er 2,11 m á hæð, hitti úr þremur af fimm þriggja stiga skotum, en til gamans má geta þess að Íslendingar náðu tvisvar að blokka kappann og í annað skiptið var þar að verki Logi Gunnarsson sem er ekki hár í loftinu. Íslendingar áttu frábæran fyrsta fjórðung, sem þeir unnu 32-26, og hittu 12 af 17 skotum sínum, fimm af sjö þriggja stiga skotum og misstu engann bolta. Í seinustu þremur fjórðunugnum var hins vegar allt annað uppi á teningnum þar sem þeir hittu núll af 12 í þriggja stiga skotum og misstu 16 sinnum boltann.