Fermingar og körfubolti Ég held að estrogen magnið í karlmönnum á suðurnesjum sé meira en gengur og gerist. Það getur bara ekki annað verið. Ég neita bara að trúa að heilvita, fullvaxinn karlmaður, sem á að heita uppfullur af Testeróni, segist ekki komast í leik í undanúrslitum körfuboltans út af því að kellingin hans er að neyða hann í fermingarveislu.

Fermingarveislu!? FERMINGARVEISLU!?!

Eru menn orðnir gjörsamlega geldir þarna suður með sjó? Sendu krakkaorminum ávísun í umslagi og honum gæti ekki staðið meira á sama þótt þú mættir ekki. Hvern erum við að blekkja? Fæstir af þessum krökkum eru að gera þetta út af trúnni, meira út af græðgi. Það er ekki fallegt. Körfubolti er hins vegar falleg og göfug íþrótt. Körfubolti snýst ekki um líf og dauða, heldur svo mikið meira en það. Nær væri að láta krakkana horfa á það, læra mikið meira af því. (Og ef það þarf nauðsynlega að senda fulltrúa fjölskyldunnar í þessar syndarveislur, sendið þá frúnna, til þess er hún.)

Hvernig væri annars að krakkarnir tækju nú einn fyrir liðið? Frestuðu fermingarveislunni. Það er ekki eins og neinn vilji vera þarna hvort eð, fullorðna fólkið vill vera á leiknum og krakkarnir vilja losna við gestina sem fyrst svo þau geti farið að telja peningana. Hættum að argast út í Sýn og KKÍ. Örgumst út í foreldrana sem í tilitleysi sínu settu fermingarveislurnar á sama tíma og undanúrslitin í körfuboltanum.

Ég vil enda þetta á orðum fyrrum þjálfara KR og segja að það er aðeins ein gild, alvöru og karlmannleg afsökun fyrir því að komast ekki í leik og það er ef þið eruð í jarðarför.
YKKAR EIGIN!
If you don´t like your job, you don´t strike….you just go in everyday and do it really half-assed. Thats the American way - Homer Simpson