Dómarar á Íslandi Sæl öll sömul
Ég vil byrja á að taka það fram að ég er Keflvíkingur, og er stoltur. Þessi grein er skrifuð í tilefni dropans sem fyllti mælinn. Þ.e. leik Grindavíkur og Keflavíkur, en ég ætla alls ekki að ræna Grindvíkinga heiðrium að þessum sigri. Þeir voru vel að sigri komnir, þeir áttu frábæran dag – mínir menn mjög slakan.

En eins og við vitum öll eru íslenskir dómarar ekki upp á marga fiska. Það er bara hrein og klár staðreynd eins og flestir vita.
Einu almennilegu dómarar landsins eru Simmi og Kiddi Óskars, og það getur enginn þrætt fyrir það (Enda 2 af 3 FIBA-dómurum landsins).

Það má segja að aðrir dómarar séu einfaldlega óhæfir í að dæma stærri leiki eins og bikarúrslit. T.d. Rögnvaldur og Björgvin. Ef þeir eru næstbestu dómarar Íslands erum við í mjög slæmum málum.

Annaðhvort eru þeir Rögnvaldur og Björgvin skuggalega graðir í flautuna eða þykjast ekkert sjá. Svoleiðis er þessu því miður háttað með marga aðra dómara. S.s. leikurinn fær nánast ekkert “flæði”.

Það vita allir, sama hversu menntaðir þeir eru, að dómarar geta haft mikil áhrif á leiki. Dómarinn gerir ein mistök og *púff* “Lið X” tapar leiknum. Þetta er því miður mjög algengt í leikjum á Íslandi. (Ég er ekki að segja að við Keflvíkingar höfum aldrei komist upp með að gera ýmsa “ljóta” hluti)

Ég spyr þá, er ekki ráð að fá erlenda dómara með FIBA-réttindi, t.d. frá Norðurlöndunum eða Þýskaland til að dæma þessa stóru leiki, t.d. Íslandsmeistatitilinn (Undanúrslit og úrslit) og Bikarinn? Ég held að það sé alveg málið að koma þannig fyrirkomulagi á fót. Þá eru dómarar hlutlausir(Íslenskir dómarar hafa sínar skoðanir á liðum), þekkja liðin ekki, vita ekki hvaða leikmenn “eiga að fá virðingu” og þess háttar.

Svo er annað. Í Powerade-bikarnum voru þrír dómarar. Getur einhver sagt mér afhverju það var ekki gert í Bikarnum?

Allavega, til hamingju Grindavík og til hamingju ÍS með árangurinn

Læt mynd af Rögnvaldi fljóta með :O

Áfram Keflavík