Jebb vandræðagemlingurinn Ron Atres er farinn frá Indiana til Sacramento Kings fyrir Peja Stojakovic.
Artes hætti að spila fyrir Indiana fyrir nokkru síðan og vildi vera skipt. Peja hefur ekki verið að finna sig með Kings í vetur og heyrst hefur að hann hafi ekki verið ánægður þar undanfarinn tvö tímabil.
Artes sagði reyndar fyrir viku síðan að hann vildi ekki fara til Kings svo að það verður fróðlegt að fylgjast með honum þar.
Ég tel að Artes sé aðeins skári leikmaður en Peja þar sem hann getur skorað og er einn besti varnarleikmaðurinn í deildina en aftur á móti er Peja einn besta skytan í NBA. Jermain O'Neal var að meiðast(8 vikur) hjá Indiana svo að Peja mun strax spila stórt hlutverk fyrir Indiana. Það er samt alltaf spurning með Artes hvort að höfuðið sé í lagi. Ef það er í lagi græddu Kings á þessu en ef hann heldur áfram að vera vandræða gaur þá munu Indiana brosa.

Önnur skipti voru þar sem Minnesota og Boston voru að skipta á milli sín. Ég ætla ekki að fara yfir alla litlu kallana í þessu heldur snérist þetta um að Wally Szczerbiak fór til Boston í skiptum fyrir Ricky Davis og Mark Blount.
Minnesota vildi prófa eithvað nýtt þar sem liðið hefur ekki verið að spila vel en Boston fengu án efa besta leikmannin í þessum skiptum. Þetta eru samt jöfn skipti og verður fróðlegt að fylgjast með þessum mönnum í nýjum búningum.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt