Já núna er deildin nánast hálfnuð og flest lið búinn að leika í kringum 38 leiki(hálfnað í 41).
Þá er um að gera að spá um framhaldið og veita smá verðlaum
b]meistarar
1. Detroit þetta lið hefur aldrei verið betra og er búið að rústa spurs í þeim leikjum sem þeir hafa spilað gegn þeim. Þeir hafa alltaf spilað góða vörn en þeir eru núna byrjaðir að keyra líkan hraðan í sóknini sem gerir þá stórhættulega. Svo er alltaf gott að vera með besta byrjunarlið deildarinar.
2. Spurs aldrei vanmeta meistarana og fyrir utan leikina við Detroit þá hafa þeir verið að spila vel. Finley og Exel hafa sætt sig við sitt hlutverk og ekkert lið er með eins mikla breydd og þeir. En eftir að hafa horft á nokkra spurs leiki þá er skrítið að segja þetta en ég held að Ginobili sé besti leikmaður liðsins.
3. Suns eru að spila frábærlega og marino og nash hafa verið frábærir.En það sem gerir þetta lið en þá meira spennandi er að þeim vantar einn af bestu leikmann nba því að stoudimire verður ekki klár fyrr en í mars og ef hann verður kominn á gott ról fyrir úrslittakeppnina þá er aldrei að vita.
4. Miami Riley er kominn aftur og það styrkir þetta lið, því reynsla hans og agi getur fleytt þessu liði langt. Ef shaq væri eins góður og hann var fyrir 3-4 árum þá væru þeirr efstir á þessum lista en hann er það ekki og walker finnst mér ekki vera að standa sig í hinu nýja liði því hann er alltaf að skjóta og er með lélega nýtingu. En lið með Wadde og Shaq eru alltaf líklegir til þess að gera eithvað.
5. Dallas/Cleveland ég get ekki valið á milli þessara liða Dirk er að gera frábæra hluti með dallas og vörnin er orðinn þokkaleg(en það er meira en undanfarinn ár). James er kóngurinn í cleveland og larry H er búinn að spila vel og þetta er lið sem gæti komið á óvart þótt að ég eigi nú ekki von á því að það eigi eftir að vinna titilinn.

MVP

1. Marino þessi gaur er að spila ótrúlega vel og liðið hans er að vinna leiki.
2. James það má vel vera að hans tími sé ekki kominn strax en skoðið tölfræðina hún er svakaleg
3. Garnett ef liðið hans væri að spila vel þá værir hann örugglega ofar
4. Billups þessi er líklegur að vinna MVP ef hann heldur þessu áfram
5. Brand vá ég hélt að ég myndi aldrei hafa Clippers mann í þessum flokki en hann á það skilið
6. Wade þessi er rosalegur og á örugglega eftir að vinna Mvp í framtíðini
7. Iverson sjaldan verið betri
8. Kobe hann er að vinna leiki uppá eiginspítur kvöld eftir kvöld. Phil hefur góð áhrif á hann.
9. Dirk Vá hann verður alltaf betri og betri
10. Duncan verðum að hafa hann þarna.

Ekki taka of mikið mark á tölunum 1-10 því ég hefði nánast getað snúið þessum lista alveg við. En oftast er það þannig að leikmaður sem er að spila með liði sem gegnur vel verður valinn MVP og því er Billups líklegur en við sjáum nú til.
Hvað finnst ykkur?.


Lið sem hafa komið mest á óvart?
Ég verð að segja New orlens því ég átti ekki von á miklu frá þeim.
2. Clippers

Mestu vonbrigðin?
Minnesota æi ég hélt að þei myndu verða skári en þetta.
2. Bulls hvar er liðið frá því í fyrra
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt