Draumurinn farinn í Toronto Eftir frekar dapurt tímabil með Rockets í fyrra, þar sem Hakeem spilaði ekki mikið sökum meiðsla (og elli), hefur hann nú skipt yfir í Toronto. Í staðinn fengu Houston tvo valrétti í nýliðavalinu.

Hakeem sem orðinn er 38 ára var ósáttur við það hversu lítið hann fékk að spila hjá Houston og var að íhuga að hætta á tímabili í vetur en Tomjanovich sannfærði hann um að halda áfram sem hann og gerði. Hakeem var búinn að tala um það að ef hann ætti að halda áfram með Rockets yrði hann að fá langtímasamning, honum var boðið þriggja ára samningur en hann hafnaði því.

Tomjanovich hafði þetta að segja um brotthvarf Draumsins: “Of course, this is a very emotional time for us,” Tomjanovich said. “I don't have the words to describe it. It's an empty feeling, but I have to accept it and the team has to accept it.” Það er greinilegt að Tomjanovich finnst mjög sárt að missa Hakeem en það kemur alltaf maður í manns stað og vonandi tekst Rockets mönnum að fylla skarð hans.

Ferill Hakeems hefur verið glæstur, hann hefur leikið 17 tímabil með Houston, skorað í þeim 22,5 stig og tekið 11,4 fráköst. Hann leiðir NBA í flestum blokkuðum skotum, eða 3.740 blokkuð skot. 14 sinnum hefur hann verið valinn í stjörnuliðið, 1996 vann hann gull á Ólympíleikunum með USA, og tvisvar vann hann NBA með Rockets. Olajuwon var einn af þeim 50 leikmönnum sem valdir voru 50 bestu leikmenn í sögu NBA. Árið 1994 varð Olajuwon fyrsti og eini NBA leikmaðurinn sem hefur unnið Defensive Player of the Year, Most Valuable Player og NBA Finals MVP sama tímabilið.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _