Já þessir leikir eru búnir og voru þeir báðir frábær skemmtun.
Detroit unnu öruggan sigur á Spurs 85-70 og er greinilegt að spurs saknar Ginobili en hann er meiddur. Vörnin hjá Pistons var stórkostleg og ef þeir halda áfram að spila svona þá verur erfitt að stopa þá.
Big Ben var frábær hjá Detroit með 10 stig og 21 frákast á meðan að Duncan var ekki alveg að ná sér á strik hjá spurs en náði þó 18 stigum og 11 fráköstum en var ekki að hitta nóu vel. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef þessi tvö lið munu mætast aftur í úrslitum NBA en miða við þessa framistöðu þá eru leikmenn Detroit líklegri til afreka.
En jæja þá að einum vinsælasta slag í NBA en það er viðureigninn á milli Kobe og Shaq en eins og svo oft áður þá spilaði Kobe betur en shaq en lið shaq vann 97-92 í alveg hörkuleik sem gat farið á hvorn veginn sem var. En það var ekki Kobe né Shaq sem áttu leikinn heldur var það gamla brínið Gary payton sem kom öllum á óvart og skoraði 21 stig og spilaði góða vörn á Kobe sem þó náði að skora 37 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Shaq var með 18 stig og 17 fráköst sem er nú bara mjög gott á þeim bænum. En mér fannst Lamor odom ráð pínu úrslitum þessa leiks en hann klúðraði 4 þriggjastiga skotum á síðustu 5 mín leiksins og það sem meira var hann var alveg frír í öll skiptinn.Odom skoraði 14 stig og tók 16 fráköst.
Þetta voru báðir skemmtilegir leikir en af mismunandi ástæðu. Það var frábært að fylgjast með varnavinnu Detroit en það er alltaf gaman að sjá Kobe og shaq berjast.
p.s Þess má geta að þeir töluðust ekki við fyrir leik né eftir.
Gleðileg jól og megi næsta ár vera mikið körfubolta ár :)
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt