Við skul ekkert pæla í hvaða liði maðurinn er í eða hversu gamal hann er. Það skiptir engu máli hvort að liðið hans sé í 1.sæti eða 30. sæti í NBA tölum núna bara um hreina hæfileika einstakra leikmanna.Þessi leikmaður þarf að vera frábær sóknarmaður og ekki má gleyma varnaleiknum. Hverjir mundu vera 5 bestu leikmennirnir í dag að ykkar mati.

1. Kobe Bryant þessi leikmaður getur nánast allt. Hann getur keyrt uppað körfuni, skotið fyrir utan og svo er hann einn af bestu varnamönnum deildarinar. Hann er örugglega ekki vinsælast leikmaður deildarinar en að mínu mati er hann sá besti. Hef séð 6 leiki með lakers í vetur og hann hefur verið frábær í þeim öllum og trekk í trekk hefur hann verið að halda lakers aleinn inní leikjum. Þetta er fjölhæfasti og besti leikmaður deildarinar(honum vantar bara sinn Pippen og þá fara hjólinn að snúast).Tölfræðinn í dag að meðaltali í leik 34,2 stig, 44%Fg, 83%FT, 5 frá, 4 stoð

2. Kevin Garnett skít með að hann hefur aldrei unnið titil hann er samt besti stóri maðurinn í deildini. Hann er ótrúlega fjölhæfur og getur eins og kobe skorað innan teigs og er með fínt skot lang skot. Ég trúi ekki öðru en þessi frábæri leikmaður eiga að minsta kosti eftir að spila í úrslitum NBA tölfræðinn í dag
21,7 stig, 55% FG, 75% FT, 10 frák, 5 stoð, 1,25 blk.

3. LeBron James Ef hann myndi herða sig aðeins í varnarleiknum þá myndi hann jafnvel vera fyrir ofar á þessum lista. Hann er góður varnamaður en ekki eins og kobe og Garnett. En hann getur nánast allt annað. Hann er orðinn meiri leiðtogi en hann var og það er aldrei að vita nema að þessi 23 muni minna okkur á annan leikmann sem spilaði með þetta sama númer.Tölfræðin í dag
28,4 stig, 50%FG, 81% FT, 6 frák, 4 stoð,

4. Shaq þessi gaur verður að vera inná þessum lista. Það er aðeins farið að hægjast á kallinum en hann er enþá að halda Centerum annara liða andvaka áður en þeir spila á móti Miami því að þetta er algjör trukkur Þetta er algjört skrímsli og sem erfit er að stopa en margir hafa gagnrínt hann fyrir að vera ekki betri varnamaður en hann er því að hann hefur alla burði til þess að vera besti varnaðaur deildarinar en. Hann er reyndar meiddur í dag en ég held að 50% shaq sé betri en flestir C í deildini í dag.tölfræðin í dag er lítið að marka því að hann er búinn að vera meiddur nánast allt tímabilið. En maður gerir ekki svona lista án þess að hafa Shaq inná honum því að það er hann en ekki Wade eins og allir eru að tala um sem gerir Miami að meistara efnum t.d ef Wade myndi hafa Chris Mihim í C þá held ég að þeir væru ekki meistara efni.

5. Dirk Nowitzky þjóðverinn er alltaf að vera betri og betri. Hann er ótrúlegur sóknarmaður en eins og hjá svo mörgum örðum þá er varnarleikurinn ekki alveg eins góður.
tölfræðinn í dag 25,3 stig, 47% FG, 85% FT, 8,6 frák, 1,6 stoð

aðrir frábærir leikmenn sem eru nálagt því að komast á þennan lista.
Allen Iverson algjör snillingur
Tim Duncan frábær leikmaður sem er með frábært lið í kringum sig
Dwyane Wade er orðinn stjarna í þessari deild.
Jermaine O´Neal hann er ekki lengur góður heldur mjög góður
Steve Nash hann er ekkert síðri en í fyrra, liðið hans hefur versnað vegna meiðsla og hann þar því að taka skora meira en áður.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt