Hverjir taka deildina ? Þessi spurning hefur verið á margra vörum undanfarinn mánuð. Ég er auðvitað að tala um NBA deildina ekki þessa íslensku þið vitið ;)

Ég verð nú að játa að mitt lið Sacramento á heldur betur eftir að koma á óvart og ég spái þeim inn í Playoffs.
Liðið sem ég spái sigri í Playoff-inu er Miami Heat, þeir eru með sterkan hóp og breiðan. Shaq, Jason W., Posey, Wade, Walker, Haslem og Payton svo dæmi séu tekin, ég sé ekki neitt lið nema kannski Pistons taka Miami þegar Shaq snýr aftur til baka.

Spútnik lið vetursins held ég verði án vafa Milwaukee Bucks, einnig hef ég sterkan grun um að Wizards eigi eftir að láta í sér heyra með Arenas fremstan í flokki.

MVP: Dwayne Wade
MIP: T.J Ford eða Chris Paul
Defensive Player: Ron Artest eða Tayshaun Prince
6th man: Ben Gordon

Takk Fyrir Mig