Já þá er NBA tímabilið byrjar og ekki vantar skemmtanagildið. Fjölmargir leikir hafa ráðist á síðustu sek og margir hafa farið í framlegingu. Ég ætla aðeins að koma með nokkra punkta um það sem hefur komið á óvart og hvað hefur verið að gerast.

Shaq er meiddur og verður frá í einhverjar vikur(2-4)
Já það er nokkuð ljóst að hann mun ekki spila meira en c.a 70 leiki á þessu tímabili eins og vanalega. Þetta mun samt ekki hafa mikil áhrif á Miami því að ég held að Wade getur alveg haldið þessu liði gangandi í smá tíma.

Tracy McGrady frá í þrjár vikur
annað en Miami þá getur Houston lítið ef þeim vantar aðalsóknarmannin sinn og býst ég við erfiðum 3 vikum.

Clippers,Buck,Detroit og Washington hafa öll unið fyrstu 3 leikina sína
Ég tel lítið að marka þessar byrjarnir en það er samt gaman að sjá Clippers í þessum hópi.

Kobe byrjar vel undir Jackson
Já hann hefur farið á kostum í fyrstu þremur leikjunum tvisvar á móti Denver(skoraði eina sigurkörfu þegar 0,6 sek voru eftir) og svo Phoenix þar sem þeir reyndar töpuðu í skemmtilegum leik. Ég efast um að hann getur haldið þessu lengi áfram en þetta er ekki slæmt meðaltal 36,3 stig,6,7 fráköst,4,7 stoð,1 blks,49%FG og 96% FT.

New York,Toranto,Atlanta og Orlando hafa öll tapað fyrstu þremur leikjunum sínum
Það var vitað mál að þessi lið myndu verða í vandræðum en þó hélt ég að Larry Brown myndi ná að blása meiri líf í New york en þetta er að sjálfsögðu allt ný byrjar svo að við sjáum hvað gerist.

NBATV er að meika það feit hjá mér
Er búinn að horfa á fullt af leikjum t.d Indiana vs 76ers, lakers vs suns, Indiana vs Detroit,Boston vs Detroit, lakers vs Denver og kings vs Suns.
og svo er fullt af gömmlum leikjum og þátt á hverjum degi. Ef þið eruð svakalegair NBA aðdáendur þá fáið þið ykkur Digitalisland og glápið á þetta(penningaleysi er engin afsökun, fá sér bara auka vinnu hehe).

Ef þetta er það sem koma skal í deildini þá verður þetta frábær deild í vetur.
Hvað finnst ykkur?
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt