Já mitt lið er lakers og ætla ég aðeins að fjalla um liðið í ár og ætla ég ekki að fara yfir forna frægð.

Leikemm lakers árið 2005-2006 eru:
15 Tony Bobbitt G 6-4 190 10/22/1979
54 Kwame Brown F-C 6-11 248 03/10/1982
8 Kobe Bryant G 6-6 220 08/23/1978
17 Andrew Bynum C 7-0 275 10/27/1987
5 Will Conroy G 6-2 195 12/08/1982
43 Brian Cook F 6-9 258 12/04/1980
3 Devean George F 6-8 235 08/29/1977
11 Devin Green G 6-7 210 10/25/1982
20 Jumaine Jones F 6-8 242 02/10/1979
2 Aaron McKie G 6-5 209 10/02/1972
14 Slava Medvedenko F-C 6-10 253 04/04/1979
31 Chris Mihm C 7-0 265 07/16/1979
7 Lamar Odom F 6-10 230 11/06/1979
55 Adam Parada C 7-0 265
1 Smush Parker G 6-4 180 06/01/1981
9 Laron Profit G-F 6-5 204 08/05/1977
18 Sasha Vujacic G 6-7 195 03/08/1984
23 Von Wafer G 6-5 210 07/21/1985
4 Luke Walton F 6-8 232 03/28/1980
Þjálfari Phil jackson ásamt t.d Jabbar,pippen og vinter
Lið er ungt að árum en plannið hjá stjórn félagsins er að ná sér í stórt nafn tímabilið 2007 eða 2008 en þá er lakers langt undir launaþakkinu(losna t.d við samning Briant Grant af bakkinu en hann er mjög stór).
Liðið í dag er frekar þunn skipað og mörg spurningarmerki við liðið t.d ná Phil og Kobe að vinna saman, mun Odom loksins að springa út og hvernig mun Kvame Brown standa sig á nýjum stað.
Líklegat Byrjunarlið
c Chris Mihm kom skemmtilega á óvart í fyrra og mikið mun mæða á honum í vetur. Þetta er enginn stórstjarna en ef hann nær að bæta varnaleikinn aðeins þá verða lakers í ágætum málum.var með 10 stig og 7 fráköst í fyrra.

PF Kwame Brown var valinn fyrstur í nýliðavalinu tímabilið 2001-02 af jordan en hefur ekki náð að standa undir væntingum. Nú er að sjá hvort að hann nær að standa sig undir nýjum kringustæðum en ekki má gleyma að hann er ungur að árum 23 ára. 7 stig og 5 fráköst í fyrra en aðeins á 20 mín. Hann mun spila c.a 27-30 mín fyrir lakers.

SF Lamar Odom loksins er hann kominn í sýna stöðu eftir að hafa verið að spila PF undan farinn ár.Hann er nefnilega ótrúlega leikinn miðað við hæð og tel ég að hann muni blómstra í vetur. Hann getur spilað hvaða stöðu sem er og hentar sóknarleikur Jackson honum vel. 15 stig og 10 fráköst.

Sg Kobe bryant er að mínu mati einn af þremur bestu leikmönnum í NBA í dag. Hann er stjarna liðsins og leiðtogi.Frábær varnamaður og hann getur bæði keyrt að körfuni og skotið fyrir utan. Hefur verið að léta sig fyrir tímabilið eftir að hafa massað sig upp í fyrra. skoraði 27 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar að meðatali í fyrra.

Pg Aaron McKie þar sem sóknarleikur Phils er ekki bygður upp með PG í huga. Þá vill hann alltaf hafa stóra Pg og greinilega helst gamla miða við þá Pg sem hann hefur verið að nota. Aaron er reynslu mikil og góður varnamaður en árinn eru farinn að segja pínu til sín og er frekar hægfara. spilaði lítið í fyrra

Svo völdu Lakers Andrew Bynum úr nýliðavalinu í ár og kom það mörgum á óvert. Hann er yngsti leikmaðurinn sem hefur verið valinn í nýlaðavalinu aðeins 17 ára(verður 18 bráðum) en hann er stór og lakers bynda vonir við að hann mun ná að verða þeira C eftir 3-4 ár.
Ég er mjög sátur við að fá Phil aftur og tel ég að hann einn og sér bæti árangurinn frá því í fyrra unm lámark 5 leiki. Pippen ætlar að vinna mikið með Odom og Jabbar ætlar að kenna Bynum í kennslustund svo að það verður fróðlegt að fylgjast með.

Þetta lið mun verða frá 6-10 sæti í deildini í ár. 6 sæti ef svörinn við spurningunum hér að ofan verða öll jákvæð og 10 ef öll verða neitkvæð.

Ég sem lakers aðdáandi verð að sæta mig við að lakers eru ekki að fara að berjast um titla á næstu tveimur árum en ég hlakka mikið til að sjá hvað þeir ætla að gera árið 2007-2008 þegar þeir eiga plás undir launaþakinu.
Þanngað til ætla ég bara að mjóta þess að fylgjast með liðinu í vetur og glápa á gamla leiki inná milli(þegar þeir urðu meistarar) til þess að fara ekki í þunglyndi.

áfram lakers :)
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt