NbaTV og Draumadeild NBA Jæja, þá er nýtt tímabil að fara að hefjast í NBA og ég get ekki beðið. Eins og margir vita eflaust er byrjar ný sjónvarpsstöð á digital ísland þann 1. nóvember, NbaTV. Á þessari stöð verða sýndir 260 leikir (ca.), úrslitakeppnin, umfjallanir um leiki, þættir um lið og þættir um leikmenn. Þessi stöð fylgir með sportpakka digital ísland (sem auglýsing í gær sagði að væri aðeins á 1.790 kr. per mánuð).

Nú ætla ég því í annað sinn að auglýsa draumadeild NBA í boði SportingNews.com. Þetta er leikur þar sem að þú færð ákveðin pening til að kaupa 6 leikmenn og færð stig eftir því hve vel þeir standa sig. Með tilkomu NbaTV verður núna miklu auðveldara að spila þennan leik. Þú þarft ekki bara að leita að tölum á netinu heldur geturðu horft á þá leikmenn sem eru í þínu liði að spila og tekið ákvörðun eftir því hvort þú vilt kaupa þá eða ekki. Miklu skemmtilegra að spila leikinn þannig.

Reglur:
Hvert lið sem notandi býr til fær 35 milljónir dollara (ekki í alvörunni, því miður) til að “ráða ” leikmenn í liðið, 2 bakverði (guards), 2 framherja (forwards), 1 miðherja (center) og sjötta mann (sixth man). Hver leikmaður kostar ákveðið mikið eftir því hvernig hann stendur sig, leikmaður kostar meira því betur sem honum gengur og lækkar í verði ef honum gengur illa. Leikmaður fær stig (tsnp) fyrir eftirfarandi hluti:

Hvert skorað stig (FG): +1 tsnp
Hvert skot sem klikkar (Missed FG): -0,5 tsnp
Hvert víti sem klikkar (Missed FT): -1 tsnp
Frákast (Rebound): +1,5 tsnp
Stoðsending (Assist): +2 tsnp
Stolinn bolti (Steal): +2,5 tsnp
Varið skot(Block): +2,5 tsnp
Tapaður bolti (Turnover): -1 tsnp
“Þreföld tvenna” (Triple double): +10 tsnp

Til að vera góður í leiknum þarftu að vera vakandi og fylgjast vel með úrslitum leikja, hvernig leikmennirnir þínir standa sig og svoleiðis, selja þá leikmenn sem standa sig ekki og kaupa þá sem eru að standa sig vel og/eða eiga framundan auðvelda leiki. Til að byrja með máttu selja og kaupa nýja leikmenn (skipta á leikmönnum) 2 sinnum eftir að hafa fullskipað liðið þitt og í hverri viku færðu 2 skiptingar í viðbót. Ef þú hefur notað allar skiptingarnar þínar þá máttu ekki skipta á leikmönnum og þú verður að bíða þangað til að þú færð fleiri skiptingar og sömuleiðis geturðu sleppt því að skipta og safnað upp skiptingum.

Þetta er virkur og skemmtilegur leikur, sérstaklega vegna tilkomu NbaTV og ég hvet alla til að prófa hann sem hafa verulegan áhuga á NBA. Slóðin á síðuna er http://fantasygames.sportingnews.com/hoops/season1/basic/home.html?aff_origin=acctpage og þar geta áhugasamir búið sér til lið. Þú þarft síðan að velja þér deild til að spila í og ég hef stofnað mína eigin og býð öllum sem vilja að koma í hana. Svo megið þið bjóða mér í deildirnar ykkar ef þið viljið.
Deildin mín heitir: Iceland
Lykilorðið er: svalt

Minni svo líka á að þú mátt hafa eins mörg lið í gangi og þú ræður við. Gangi ykkur vel með þetta og endilega svarið greininni minni!

Game on!