Vancouver Grizzlies standa í stórræðum þessa dagana. Fyrir það fyrsta er liðið að flytja til Memphis. Liðinu hefur gengið afar illa í Vancouver, innan vallar sem utan og vonast er til þess að meiri áhugi verði á liðinu í Memphis. Síðan skiptu þeir tveim af sínum bestu mönnum frá liðinu, Shareef Abdur-Rahim fór til Atlanta í skiptum fyrir spænska sjö feta nýliðann Pau Gasol (hann var valinn nr. 3), Brevin Knight og Lorenzon Wright. Grizzlies voru upphaflega nálægt því að skipta Abdur-Rahim í staðinn fyrir hinn 33 ára gamla Gary Payton en ákváðu síðan að fá til sín yngri menn. Svo skiptu þeir út Mike Bibby í staðinn fyrir Jason Williams frá Sacramento. Jason Williams gat voða lítið á seinasta tímabili og gerði nánast ekkert í úrslitakeppninni þannig að það er engin furða að Sacramento skiptu honum út.
jogi - smarter than the average bear