Las Vegas All Star 2007 Það hefur lengi verið talað um að eigendur Sacramento Kings Joe og Gavin Maloof vilji færa Kings veldið til Las Vegas. Michael Jordan hefur líka nokkuð lengi lýst því yfir að honum langi til þess að stofna NBA lið í Las Vegas. Það hafa margir rithöfundar og sérfræðingar um NBA sagt að það væru mjög vænir kostir báðir þar sem að Vegas býður upp á mjög mikla möguleika og ennþá meiri peninga. Þangað til núna hefur alltaf verið ákveðið að halda All Star helgarnar á völlum NBA liða, en nú hefur verið ákveðið að breyta þeirri hefð og halda All Star helgina 2007, eða þá næstu All Star helgi í Las Vegar. David Stern lýsti því yfir að hann vill að NBA fari lengra í það að sýna sig of fari að byrja að hafa All Star helgina hvar sem er. Núna er nefndin sem að kýs hvar All Star helgarnar eru haldnar er að melta hugmyndina um að All Star helgina 2008 í París til þess að kynna NBA betur fyrir Evrópubúum. Í Las Vegas verður þetta haldið á aðalvellinum hjá háskólaliði Vegas, UNLV, sem að Magic Johnson spilaði nú einu sinni með. Sjálfur er ég ekki sáttur því að mér finnst miklu flottara að hafa þetta á NBA völlum. Síðan er líka flott þegar að sumir leikmenn eru með heimavallar forskotið (homecourt advantage) eins og MJ á móti Dominique í Slam Dunk Contese 1988 þegar að All Star helgin var haldin í Chicago. Þetta Dunk Contest hefur verið litið á sem eitt af þeim allra bestu. Mér finnst kannski mögulegt að sveigja þetta einu sinni á 5 ára fresti til þess að All Star helgin geta verið haldin í borg sem er ekki með NBA lið en mér finnst ekki að All Star helgin ætti að fara út fyrir Bandaríkin. (nema þá kannski til Íslands =)
Nathan Ellington, Ledley King, Daniele De Rossi, Dean Ashton, Gianpaolo Pazzini og Nigel Reo-Coker eru bestu knattspyrnumenn heimsins í dag!