Los Angeles Lakers NBA meistarar L.A. Lakers unnu NBA meistaratitilinn annað árið í röð eftir að hafa sigrað Philadelphia 76ers 108-96, og unnu því einvígið létt, 4-1. Shaquille O'Neal skoraði 29 stig og tók 13 fráköst, og Kobe Bryant skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, Derek Fisher skoraði 6 þriggja stiga körfur í leiknum og skoraði 18 stig en hann er búinn að hitta ótrúlega vel í þessari úrslitakeppni. Allen Iverson skoraði 37 stig fyrir Sixers en það dugði ekki til.

Lakers settu nýtt met í úrslitakeppninni með því að vinna 15 leiki og tapa aðeins einum, 93,8% vinningshlutfall. Fyrra metið átti einmitt Philadelphia 76ers með 92,3% vinningshlutfall (12-1) frá 1982-83. Fyrri met Lakers voru 85,7% (12-2) frá 1981-82 og 83,3% (15-3) frá 1986-87.

Shaquille O'Neal var valinn MVP úrslitakeppninnar og kom það fáum á óvart því hann hefur leikið stórkostlega fyrir Lakers, skoraði að meðaltali 30 stig, og tók 15 fráköst.