Já núna er pása í NBA en þá er bara skemmtilegt að pæla í örðum hlutum.
1. Er NBA deildinn eins sterk núna og hún var fyrir 15-20 árum?
2. Hvernig eru bestu leikmennirnir í dag miða við stjörnurnar í gammla daga?
3. Hvernig er framtíðinn hjá NBA?

Ég ætla núna að leikma mér og svara þessum spurningum
1. já og nei í dag eru fleiri góð lið og færri mjög léleg lið en aftur á móti eru færi stjörnulið sem eru að berjast t.d eins og Lakers- Boston 1980-90, Boston vs Lakers 1960-70, Bulls 1988-98 vs knicks,utha,Detroit. svo þarf maður ekki nema að kíkja nokkur ár eftur í tíman og sjá ótrúlega sterk lið sem náðu ekki að vinna Knicks 1992-1995,Lakers 1960-77,Indiana 2001,Portland 1999-2002,Kings 2001-2003, Suns 1992-1996 svo að einhver séu nefnd.
Það vantar einhvern svona risa slag í dag einhver 2-3 lið sem er ótrúlega vel mönnuð sem maður veitt að munu komast mjög langt og munu ná að berjast um titill jújú spurs, Detroit og Heat eru mjög sterk en þau eru ekki nálagt því eins vel mönnuð og Lakers,Boston, Bulls á árum áður(þótt að ef Heat nær í 1-2 mjög sterka leikmenn í viðbót þá verða þeir rosalegir).
Það er eiginlega fullt af góðum liðum í deildini en fá stórkostleg, ég held að það sé ekki gott fyrir NBA að hleypa fleiri liðum í deildina því núna dreifist hæfileikarnir á fleiri lið á koma Memphis,Toranto og núna síðast Bockats þíðir að við fáum 36 leikmenn í þessi lið og alavegna 3-4 stórstjörnur t.d ýmindið ykkur Bulls með Carter(ég veit að hann er í dag með nets í dag), Golden state með Gasol, Atlanta með Okford,rose og Miller. Ég veit að þetta er pínu út í loftið en þið skilið hvað ég á við.
það er reyndar mjög sniðugt hjá NBA að hækka aldurinn í nýliðavalinu uppí 19 en þá held ég að leikmenn sem verða fyrr tilbúnir í deildina fái að njóta sín strax.En ég held samt að í dag þá eru fleiri lið sem eiga möguleika á titlinum þegar tímabilið byrjar heldur en fyrir nokkrum árum(Bulls,Lakers,Boston) sem gerir hana meira spennandi en æi en samt ekki eins heilandi.

2. Old stars t.d Magic,Bird,West,Jabbar,Champerlain,Jordan,Malone,Cousy,Russel,Moses,pettit,Barkley,west,Dr J,D Willkis, Paris,Mchale,Worthy,Baylor,Pippen,Oscar Robinson,Ewing,Olajuwon,stockton,isha o.sfrv
Nýju stjörnurnar
Shaq,Wade,James,Garnett,Kobe,iverson,Mcgrady,Carter, A Stoudimire,Nash,Duncan,kidd,ming svo að einhverjir séu nefndar.
Ég held að stjörnur dagsins í dag standist samanburð ágætlega en stjörnurnar í dag eru miklu meiri íþróttamenn upp til hópa(á sko ekki við um alla sjá jordan,dr J, baylor, willkins) en eru kannski ekki eins sterkir á grunnatriðunum(sjá samt Duncan og nash). En það var samt alltf meiri ljómi af Jordan, Magic og Bird en þetta voru ótrúlegir körfubolta menn sem gerðu allt til þess að þeira lið náðu að sigra og voru miklir sigurvegarar en ég held að penningarnir í dag trufli marga stórstjörnuna þannig að hún er ekki alveg eins tilbúinn að fórna líkamanum í þetta og missa jafnvel af nokkrum $$$ fyrir vikið.Fyrir utan Shaq,Kobe og Duncan þá eiga hinir eftir að sanna sig aðeins meira til þess að komast í elítuna sem er hjá mér Jordan,Magic,Bird,Champerlain,Jabbar,Russel svo eru hinir aðeins fyrir neðan en Shaq,Kobe og Duncan eru nálagt þessum efri hóp.En bíðið bara því að Stoudemire, wade og james eiga eftir að láta til sín taka.

3. Ég tel að hún sé mjög góð því að það eru að koma upp nokkrir ungir og efnilegir leikmenn en þó finnst mér að NBA deildin ætti að fara að auglýsa lið meira heldur en leikmenn og reynda að gera leikmönnum ljóst að þeir eru fyrirmyndir og þurfa ekki allt þetta bling bling og stjörnustæla. Það er enginn leikmaður hafin yfir liði.

En hvað finnst ykkur?
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt