Já þeir kláruðu þetta mjög sanfærandi 81-74.Duncan stóð sig mjög vel þegar á reyndi og skoraði 25 stig og tík 11 fráköst, einnig má ekki gleyma þætti Ginobili sem átti nokkrar mikilvægarkörfur en hann skoraði 23 stig. Vörninn hjá spurs var feikisterk allan tíman en sóknarleikurinn hefur samt verið betri en þó má ekki gleyma að þeir voru að keppa á móti frábæru varnaliði. Horry sem bjargaði þeim í 5. leiknum byrjaði leikinn mjög vel og endaði með 15 stig. Eina sem hægt væri að setja út á hjá spurs væri framistaða parker en hann átti frekar lélegan leik(eins og alla aðra á móti Detroit).En þess má geta að Duncan vann MVP en mér finnst að Ginobili hefði líka geta fengið þessi verlaun en hann var stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Duncan hefur oft verið að spila betur.
Detroit liðið náði ekki að sýna sínar bestu hliðara og það sem feldi þá var einfaldlega að það náði enginn að standa uppúr meðalmenskuni hjá þeim. Billups skoraði 13 stig en þeir höfðu þurft meira frá honum, Hamilton var með 15 stig og er þetta einfaldlega of lítið stigaskor hjá bakkvörðum Detroit.
En jæja Spurs meistara og verð ég að segja að þeir eiga það vel skilið, liðið er frábært varnarlið sem spilar árangusríkan og óeigingjarnan sóknarleik.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt