Já kæru körfubolta fíklar við fáum nú draumaleikinn, sjálfan úrslitaleik um NBA titilinn á milli meistara síðasta árs Detroit Pistons og hið gríðalega sterka Sana Antonio Spurs.
Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1994 sem úrslitaleikirnir fara í 7.leiki en þá mætust New york og Houston(Houston sigraði með Olajuwon í broddi fylkingar).
Leikirnir hafa farið svona:
Leikur 1. SAS-DET 84-69
Leikur 2. SAS-DET 97-76
Leikur 3. DET-SAS 96-79
Leikur 4. DET-SAS 102-71
Leikur 5. DET-SAS 96-95
Leikur 6. SAS-DET 86-95
Leikur 7. SAS-DET ?-?

Byrjunarliðinn(tölfræði úr fyrstu 6 leikjunum fyrir aftan)

Sana Antonio Spurs
c Nazr Mohammed 5,7 stig,5,8 frák,0 stoð,0,67 blk, 48% FG, 73% FT.

PF Tim Dincan 19,8 stig, 14,7 frák, 2 stoð, 2,17 blk, 43% FG,64% Ft.

SF Bruce Bowen 8,3 stig, 2,5 frák, 2,2 stoð, 1,67 blk, 37% FG, 67% FT.

SG Manu Ginobili 18 stig,6 frák, 4 stoð, 0,17 blk, 47% FG, 83% FT.

PG Tony Parker 14,8 stig, 2,5 frák, 3,5 stoð, 0,17 bl 48% FG, 43% FT.

6 maður Robert Horry 9,8 stig, 4,8 frák, 2,3 stoð, 0,67 blk, 48% FG, 67% FT.


Detroit Pistons

C Ben Wallace 10,5 stig, 10,2 frák, 1 stoð, 3,17 blk, 56% FG, 47% FT.

PF Rasheed Wallace 10,8 stig, 6,3 frák, 2 stoð, 2,67 blk, 43% FG, 25% FT(reyndar 1 af 4).

SF Tayshaun Prince 10,3 stig, 5,3 frák, 2,8 stoð, 0,67 blk, 38% FG, 86% FT.

SG Richard Hamilton 17 stig, 4,8 frák, 2,8 stoð, 0 blk, 39% FG, 75% FT.

PG Chauncey Billups 21,7 stig, 5,2 frák, 1 stoð, 0,17 blk, 44% FG, 91% FT.

6 maður Antonio McDyess 10,2 stig, 7,3 frák, 0,8 stoð, 1 blk, 48% FG, 55% FT.


Sem sagt tvö frábær varnalið að berjast um titilinn, ekki margar stórstjörnur í þessum liðum en samt allt frábærir liðsmenn sem gera það sem þarf til þess að vinna.
Þetta er búið að vera ótrúlega kafla skipt úrslit. Fyrst tóku Spurs fyrstu tvo mjög létt en Detroit svaraði í sömu mynd í leik 3 og 4. Síðust tveir hafa verið hörku skemmtilegir og á ég einnig von á því að sama verður uppi á tenningnum á Fimmtudaginn. Það sem hefur komið mér mest á óvart er framistaða Tony parkers en hann hefur að mínu mati engan veginn staðið undir væntingum, einnig hefur Duncan verið að spila illa á lokasprettinum en þar þarf einmitt liðið hans mest á honum að halda og ef hann ætlar að vera talinn í flokk með hinum sigursælu þarf hann að stíga upp í 7. leiknum og sína hvað hann getur. Detroit liðið hefur verið að spila hörku vörn i síðustu 4 leikjum og hefur verið lögð mikil áhersla hjá þeim að stopa Ginobili og hefur það tekist ágætlega hjá þeim.
Ég spái að Spurs nái að klára þetta á heimavelli en þetta verður hörkuleikur og ég held að við fáum að sjá einhvern lokasekundu drama, þar sem Duncan mun fá tækifæri á vítalínuni til að hjálpa sínu liði.

p.s Næst á dagskrá hjá NBA er Nýliðavalið 28. Júní en þá er oft mikið um leikmanna skipti.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt