Ég sagði ekki alveg satt það er einn leikmaður sem ég held uppá í einvíginu og það er Robert Horry hann er ótrúlegur. Hann er að fara að vinna sinni 6 titil með 3 liðum(Houston 2,Lakers 3 og Spurs?1). og pælið aðeins í þeim leikmönnum sem hann hefur spilað með Olajuwon, Drexler, Shaq, Kobe, Rice, Duncan.Talandi um að vera réttur maður á réttum stað.
Hann var valinn númer 11 árið 1992 í nýliðavalinu af Houston. Varð meistari með þeim 94 og 95, var skipt svo til Phoenix 1996 ásamt öðrum(Barkley fór t.d til Houston).Fór svo til Lakers árið 1997 í skiptum fyrir Cedric Ceballos. Vann með Lakers 2000-01 og 02. Spurs tóku hann svo að sér árið 2004 og núna er hann að spila til úrslitta en og aftur(7 skipti). Hann hefur verið þekktur fyrir að taka af skorið þegar á þarf að halda í úrslitakeppnum og hefur skorað nokkra góða þrigjastiga körfur undir loka leika(man þó sérstaklega eftir þegar hann tryggði lakers sigurinn á móti King hér um árið á ótrúlegan hátt).
Þetta er leikmaður sem ég held að flesti lið myndu vilja hafa innan sinnar raðar, kannski ekki í byrjunarliði en alavegna í hópnum.
p.s hann er búinn að spila stórkostlega á móti Detroit
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt