Já það er byrjað úrslitaeinvígi NBA og ef þið viljið sjá frábærar troðslur, afturábak sendingar þá er þetta ekki einvígið fyrir ykkur. En ef þið viljið sjá hvernig á að spila árangusríkan körfubolta og frábæra vörn þá skulu þið horfa. Því að það er nákvæmlega það sem þig fáið að sjá hjá Detroit og Spurs.
Liðin spila mjög svipað og eru með svipaða blöndu af leikmönnum og spái ég að þetta fara í 6. leiki þar sem Spurs munu sigra. Allir leikir verða mjög jafnir og stigaskorið lágt og stigahæðsti leikmaður vallarins mun líklega ekki ná 30 stigum í neinum leik.
Það vantar samt eithvað í þetta einvígi. Ég hata hvorugt liðið né held með hvorugu, það er enginn leikmaður þarna sem ég finnst leiðinlegur eða held uppá. Ekki misskilja mig Duncan er ein besti leikmaður deildarinar en þrátt fyrir að maðurinn skori alltaf 20+ stig og 10+ fráköst þá veit maður valla af gaurnum. En það lið sem vinnur þetta á það svo sannalega skilið því að þetta eru tvö bestu körfuboltaliðinn í NBA í dag.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt