L.A. Lakers - Philadelphia 76ers Það verða Lakers og Sixers sem keppa til úrslita um NBA meistara titilinn 2001. Lakers hefur ekki tapað leik í úrslitakeppninni, hafa unnið léttilega alla sína andstæðinga, fyrst Portland 3-0, svo Sacramento 4-0 og núna síðast San Antonio 4-0. Þeir koma því vel hvíldir inní úrslitin. Lakers hafa núna unnið 19 leiki í röð og virðast óstöðvandi. Sixers hafa hins vegar farið erfiðari leið í úrslitin, unnu fyrst Indiana 3-1, svo Toronto 4-3, og svo unnu þeir Milwaukee 4-3. Þeir hafa því spilað 7 fleiri leikjum í úrslitakeppninni og spurning hvort þeir séu orðnir þreyttir.
Hjá Lakers er það Shaquille O'Neal sem er aðalmaðurinn og nánast ómögulegt að stöðva og hefur hann skorað 29 stig að meðaltali og tekið 13 fráköst, Kobe Bryant hefur skorað 31 stig. Einnig hefur Derek Fisher verið ótrúlegur og hitt úr hverju 3ja stiga skotinu af fætur öðru. Lakers hefur orðið NBA meistari 12 sinnum, síðast í fyrra.
Hjá Sixers er Allen Iverson allt í öllu og hefur hann skorað 32 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. Sixers hefur þrisvar sinnum orðið NBA meistari, síðast árið 1983

Leikur 1: Miðvikudaginn 6. júní
Leikur 2: Föstudaginn 8. júní
Leikur 3: Sunnudaginn 10. júní
Leikur 4: Miðvikudaginn 13. júní
Leikur 5: Föstudaginn 15. júní (ef þarf)
Leikur 6: Mánudaginn 18. júní (ef þarf)
Leikur 7: Miðvikudaginn 20. júní (ef þarf)

Svo má rifja það upp að Wilt Champerlain lék með báðum þessum liðum, með Sixers 1965-68 og varð hann meistari með þeim tímabilið 1966-67. Honum var svo skipt til Lakers og lék með þeim 1968-73, og varð hann meistari með þeim tímabilið 1971-72. Og voru þetta einu skiptin sem hann varð meistari á 14 ára ferli sínum.