Þrír leikir í gær og þrír í fyrradag.

28. apríl

Pacers fóru illa með Celtics. 23 stiga sigur 99-76 og Reggie Miller með 33 og Jermaine O'Neal með 21 og 11. Antoine Walker var rekinn af velli með 2 tæknivillur og verður í banni í næsta leik.

Mavs unnu Rockets 106-102 í spennandi leik. Rockets voru 5 stigum yfir eftir 3. leikhluta en í þeim fjórða náðu Mavs að stoppa Yao og McGrady sem skilaði sigrinum. Nowitzki var með 28 stig og Finley 20. Hjá Rockets var T-Mac með 28 stig, 9 fráköst og 6 stoð og Bob Sura með 21 stig, 11 fráköst og 6 stoð.

Miami Heat vann Nets í frábærum tvíframlengdum leik. Heat virtust ætla að taka þetta í fyrri framlengingunni en Vince Carter náði að jafna leikinn með mjög bíómyndalegri körfu, langt fadeaway sem skoppaði nokkrum sinnum á hringnum áður en boltinn fór inn. Heat náðu svo sigrinum á línunni en lykilatriðið var líklegast þegar Alonzo Mourning náði sóknarfrákasti eftir víti hjá Udonis Haslem í stöðunni 105-102 og bað um leikhlé. Wade setti svo niður 3 víti og eftir það gátu Nets ekki komið til baka.
Bestu menn í Miami voru Shaq með 25 stig, Haslem með 14 og 19 frák og Eddie Jones með 20 stig. Í Nets var Carter með 36 stig, 9 frák og 10 stoðs, Kidd með 16, 16 og 13, Richard Jefferson kom af bekknum með 23 stig og Nenad Krstic með 18 og 8.

29. apríl

Suns héldu áfram að fara illa með Grizzlies. Í nótt unnu þeir þá 110-90. Sigurinn var aldrei í hættu og virtist þetta vera ótrúlega létt hjá þeim. Þeir töpuðu aðeins 5 boltum og voru með .524 skotnýtingu. Amaré Stoudemire var kominn með 28 stig eftir 3 leikhluta og endaði með 30 stig og 9 fráköst. Joe Johnson var með 20 stig og Jimmy Jackson kom sterkur af bekknum með 17 stig.

Kings spiluðu loksins eins og þeir eiga að gera og unnu sinn fyrsta leik á móti Sonics 116-104. Mike Bibby var undarlega slappur í fyrstu tveimur leikjunum en var frábær í nótt, skoraði 31 stig og tók 7 fráköst. Kenny Thomas var svo með 22 stig og Cuttino Mobley með 21. Ray Allen var langbestur hjá Sonics með 33, 5 og 5 en Jerome James hélt áfram að koma á óvart og var með 22 og 9. Hann hefur bara verið miðlungs varamaður hingað til en í úrslitakeppninni er hann búinn að vera lykilmaður hjá Sonics. Stigaskorið hefur farið úr 4,9 í 19,3 og fráköstin úr 3,0 í 11,0. Gaman af því.

Að lokum vann Iverson Detroit nánast einn sín liðs. Hann skoraði 37 stig og gaf 15 stoðsendingar í þessum 11 stiga sigri Sixers, 115-104. Detroit var betra liðið framan af en Sixers sneru spilinu við í seinni hálfleik og unnu hann með 14 stigum. Eins og ég sagði var Iverson langbestur inni á vellinum en Samuel Dalembert var fínn með 14 stig og 10 fráköst og Webber skoraði 19. Hjá Detroit átti Ben Wallace líklegast sinn besta leik frá upphafi. Hann gerði persónulegt met með því að skora 29 stig og tók að auki 16 fráköst. Rip Hamilton var líka góður með 24 stig og 12 stoðsendingar.

Í kvöld eru svo fjórir leikir, Wizards-Bulls, Rockets-Mavs, Pacers-Celtics og Nuggets-Spurs. Wizards - Bulls verður sýndur á Sýn og byrjar útsendingin kl. 21:50.