NBA MVP Nei nú er ég búinn að fá algjörlega nóg. Verð að láta í mér heyra um eitt sem er búið að brenna á hjartanu mínu undanfarið og vill bara bæta við að þetta eru eingöngu mínar skoðanir.

En það er þetta blessaða NBA MVP. Most valuable player verðlaun. Jæja þá eins og flestir vita þá eru 2 menn oftast orðaðir við þessi verðlaun í ár og það eru þeir Shaquille O'Neal og Steve Nash. Ekkert á á móti því, enda bæði liðin sem þessir menn að spila í best í deildinn og þessir 2 menn bestir leikmanna liðanna…

En það sem ég er að spá… þarf það að hafa áhrif á hvernig liðið er að standa sig á valinu á MVP ???, er ekki nóg að liðið sé í playoff sæti?

Okei þetta er aðal málefni og spurning greinarinnar…

Afhverju er Allen IVerson sjaldan nefndur sem MVP possebility ??? come on fólk.

Tökum til dæmis skoðanakönnun sem er núna í gangi á www.espn.com. Þar er spurt um hver er líklegastur til að hreppa þennan titil. Valmöguleikarnir eru sem fyrr.. Shaq, Nash og LeBron James.

LeBron er búinn að standa sig stórvel, besti maður Cleveland, sem eru reyndar aðeins fyrir ofan Philadelphia í deildinni. ÉG meina come on… afhvejru ekki Allen Iverson sem MVP ???
Bara því að liðið er ekkia ð standa sig ????

Jæja þá hér kemur smá tölfræði

Shaquille O'Neal
23 stig í leik
10.6 fráköst
2,4 varin skot
60% nýting

Liðið hans er með besta árangurinn í deildinni (að ég held) og er búið að gjörbreytast síðan hann kom þangað. Reyndar á snillingurinn hann Dwyane Wade stóran þátt í því.

Steve Nash
16 stig í leik
11,5 stoðsendingar (mesta síðan Stockon eitthvert árið…)
51% nýting

Liðið hans er náttla að brillera en hann er ekki sá eini í liðinu sem er góður.

LeBron James
26,4 stig í leik
7,2 stoðsendingar
2,18 stolnir
47% nýting

Liðið hans er svo sem ekkert að standa sig betur en Philly.

Jæja þá er komið að Iverson

Allen Iverson
30,6 stig í leik (hæstur í deildinni)
7,7 stoðsendingar í leik
4 fráköst
2,4 stolnir
42% nýting

Philadelphia eru komnir á gott skrið eftir slæma byrjun og eru í 8. sæti í austrinu. Svipaðri stöðu og Clevaldn sem eru í 7. sæti í austrinu.

Jæja þá samkvæmt þessum tölum finnst mér Allen Iverson vera með bestu tölurnar. Hann er algjörlega að brillera á þessu tímabili, eiga sitt besta tímabil á ferlinum og er að slá mörg met. Skoraði 2 leiki í röð +50 stig og einn leik skoraði hann 60 stig.

T.d síðasti leikurinn hans… sem var sigurleikur hjá Philadelphia í nótt, þá skoraði hann 48 stig, átti 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Í hálfleik var hann með 30 stig, 7 stoð og 7 fráköst.

Mér finnst svo mikil skömm að hann skyldi sjaldan vera nefndur sem líklegur MVP hafi… og það fer í taugarnar á mér.

Þá er þetta allt spurning um hvort að árangur liðsins ætti að hafa áhrif… eða MVP þyrfti minnsta kosti vera í playoff sæti (að mínu mati). Iverson er ekki í jafn góðu liði og Nash og Shaq, og þarf því að leggja meira á sig til að vinna leiki. HEfur ekki sömu leikmenn í kringum sig.

Nei þetta er svona það heslta sem fer í taugarnar á mér. Hvað finnst ykkur ???

Arnar Frey