Karl Malone hættur! Karl Malone hættur.

Meistarinn Karl Malone er hættur!

Karl ætlar væntanlega að tilkynna þetta á morgun með formlegum hætti. Í tilefni þessa ætla ég að rifja í stuttu máli upp ævi og störfs þessa snillings.

Karl Malone fæddist þann 24. júlí 1963 og ólst upp Summerfield í Lousiana. Það tók Karl nokkur ár að uppgvötva að körfubolti hentaði honum en hann langaði mest til að verða bílstjóri.
Karl á átta systkini og ólust þau upp föðurlaus að mestu leyti, en faðir þeirra fór þeim þegar Karl var ungur.

Karl gekk í Lousiana Tech háskólann. Karl var frekar lélegur námsmaður og gat ekkert spilað á sínu fyrsta ári í háskóla þess vegna. Hann varð engin svakaleg stjarna í háskóla eins og svo margir aðrir. Árið 1985 var Karl svo valinn þrettándi í nýliðavalinu af Utah Jazz, sem í dag telst hlægilegt.

Ári áður en Karl kom til Utah var leikstjórnandinn John Stockton valinn í nýliðavalinu af Utah. Þessir tveir náðu frábærlega saman og samvinna þeirra er einhver sú besta í NBA frá upphafi. Karl sem spilaði sem kraftframhrji naut hvað eftir annað góðs af stórkostlegum sendingum Johns. Þeir tveir voru m.a. saman valdir leikmenn Stjörnuleiksins árið 1993. Karl var næstum alltaf í Sthörnuliðinu og oftast byrjunarliðsmaður.

Það tók Karl smá tíma að verða alhliða leikmaður, en fyrst var hann bara hálfgerður “trukkur” með skelfilega vítanýtingu m.a. 48,1 á sínu fyrsta ári í deildinni. En með tímanum varð Karl betri vítaskytta og frábær skytta úr stuttum færum með skotnýtingu sem var oftast yfir 50%.

Það sem Karl hefur vantar alla tíð er titill. Draumur hans virtist ætla að rætast á síðustu leiktíð þegar hann ákvað að ganga til liðas lið Lakers. Liðið var besta liðið í deildinni á pappírnum en það dugði ekki til því liðið tapaði í úrstlunum fyrir Detroit Pistons. Karl spilaði lítið úrslitahrinunni vegna meiðsla enda kominn yfir fertugt. Hann hefur verið meiddur í vetur og ákvað loks að hætta.

Karls Malone verður minnst sem prúðs, rólegs og almennilegrar menneskju og sem sem frábærs körfuboltamanns. Hann er einn besti leikmaður allra tíma í sinni stöðu þ.e. kraftframherja. Ferill Karls Malone er loks á enda eftir að hafa spilað stórkostlega í bestu körfuboltadeild í heimi í nær aldarfjórðung.

Takk fyrir mig.

Ingvi Þór